Halaleikhópurinn verður með stuttverkadagskrá 21. og 23. okt. nk. sýnd verða 7 stuttverk. Þau eru 5 þættir úr Heilsugæslunni eftir Lýð Árnason, í leikstjórn Margrétar Sverrisdóttur og Odds Bjarna Þorkelssonar. Snyrting eftir Nínu Björk Jónsdóttur í leikstjórn Gunnars Gunnarssonar, Gunsó og Þanþol eftir Huldu B. Hákonardóttur líka í leikstjórn Gunsó. Halabandið flytur tónlist milli atriða.
Sýnt verður föstudaginn 21. okt. kl. 20.00 og sunnudaginn 23. okt. kl. 17.00. í Halanum, Hátúni 12. Miðaverð er 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn. Léttar veitingar verða seldar við innganginn.
Miðasala er í síma 897-5007 og á netfangið midi@halaleikhopurinn.is
Sjá nánar á heimasíðu Halaleikhópsins http://www.halaleikhopurinn.is
{mos_fb_discuss:2}