Árið er 1967 og hipparnir í New York ætla sér að breyta heiminum. Þau eru villt, frjáls og sameinuð í mótmælum og söng, í skugga Víetnamsstríðsins. Leikflokkur Húnaþings vestra frumsýnir hinn heimsþekkta söngleik Hárið annað kvöld, miðvikudagskvöldið 17. apríl.

Þátttakendur í sýningunni eru 41 alls, allt heimafólk að undanskilinni Cassy Newby sem kemur frá London en hún hefur séð um dansa ásamt leikstjóranum, Sigurði Líndal Þórissyni. Æfingar hafa staðið yfir frá því í desember sl. Þátttakendur eru á aldrinum 15-67 ára. Til gamans má nefna í kór og danshópnum eru mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Sunneva Þorvaldsdóttir. Kórstjórar eru Ólafur Rúnarsson og Ingibjörg Jónsdóttir sem einnig er hljómsveitarstjóri.

Sýnt eru í Félagsheimilinu Hvammstanga og er sýningardagar 17. 18. 19. 20.  og 22. apríl.
Uppselt er á frumsýningu. Húsið opnar kl. 20 og sýningin byrjar kl. 21. Miðasala er á leikflokkurinn.is.