Halla Margrét Jóhannesdóttir

Halla Margrét Jóhannesdóttir

Leikstjóri, leikari og rithöfundur

Halla Margrét Jóhannesdóttir

Netfang: hallamargret@me.com

Sími: 695 1321

Halla Margrét útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1994 en hafði áður lokið íþróttakennaranámi frá ÍKÍ að Laugarvatni. Hún lauk MA prófi í Ritlist frá HÍ árið 2014.

Halla hefur leikstýrt allmörgum sýningum hjá áhugaleikfélögum. Þá hefur hún kennt börnum og fullorðnum leiklist og leiðbeint kennurum í skapandi starfi.

 

LEIKSTJÓRN

2017 – Ungmennafélagið Dagrenning, Lundarreykjadal. Hafið e. Ólaf Hauk Símonarson

2013 – Höfundasmiðja Félags leikskálda og handritshöfunda. Leikstjórn á verkum í vinnslu

2012 – Höfundasmiðja Félags leikskálda og handritshöfunda. Leikstjórn á verkum í vinnslu

2010 – Kómedíuleikhúsið. Gaggað í grjótinu e. Höllu Margréti Jóhannesdóttur

2007 – Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur Gyðjan í vélinni, varðskipinu Óðni. Sýnt á Listahátíð

1992-2006 – Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur. Um 20 performansar af ýmsum stærðum

2007 – Leikfélagið Spuni, Luxembourg. Revía fyrir Þorrablót. Frumsamið með hópnum

2006 – Leikfélagið Spuni, Luxembourg. Spunavision. Frumsamið með hópnum

2005 – Leikfélag Hofsóss. Góðverkin kalla! e. Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason

2002 – Vertu til. Leikari til sölu. (kynningarmyndband)

2000 – Ungmennafélagið Dagrenning, Lundarreykjadal. Íslandsklukkan e. Halldór Laxness

1999 – Draumasmiðjan. Baneitrað samband við Njálsgötuna e. Auði Haralds. (Aðstoðarleikstjórn)

1999 – Ævintýraleikhúsið. Gleymér-ei og Ljóni Kóngsson e. Agnar Jón Egilsson

1998 – Herranótt. Vorið vaknar e. Frank Wedekind. (Aðstoðarleikstjórn)

 

AÐEINS MEIRA UM HÖLLU MARGRÉTI

Halla Margrét hefur leikið á sviði hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu, LA, LR og hinum ýmsu sjálfstæðu leikhópum. Hún hefur einnig leikið á sviði í Svíþjóð og í Þýskalandi. Þá hefur hún hún hefur framleitt sýningar og leikstýrt t.d. Gyðjunni í vélinni sem Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur setti upp í Varðskipinu Óðni vorið 2007.

Halla á að baki allnokkur hlutverk í kvikmyndum eins og Roklandi og Okkar eigin Olsó og sjónvarpsþáttum t.d. Fangavaktinni, Rétti 2 og Áramótaskaupinu 2013. Þá hefur hún leikið í Útvarpsleikhúsinu og lesið miðdegissöguna og barnasögur. Halla hefur lesið yfir 30 titla hjá Hljóðbókasafninu.

Halla hefur skrifað handrit fyrir leiksvið í samsköpun m.a. Dauðasyndirnar í Borgarleikhúsinu 2008 en handritið var tilnefnt til Grímuverðlauna. Þá skrifaði hún einleikinn Gaggað í grjótinu fyrir Kómedíuleikhúsið árið 2010.

0 Slökkt á athugasemdum við Halla Margrét Jóhannesdóttir 1157 10 október, 2017 Leikstjóralisti október 10, 2017

Áskrift að Vikupósti

Karfa