Halaleikhópurinn er að hefja æfingar á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson, Ágústa Skúladóttir mun leikstýra og gera nýja leikgerð í samvinnu við Þorgeir Tryggvason. Af því tilefni verður samhristingur miðvikudaginn 4. nóv. n.k. kl. 20.00 í Halanum, Hátúni 12. 105 Rvk. Ágústa og Toggi munu kynna leikritið og hvernig æfingartímabilinu verður háttað. Stefnt verður að frumsýningu um mánaðarmótin jan. – feb. 2010.

Gott væri að allir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkinu komi þetta kvöld, bæði leikara og annað starfsfólk leikhússins, leikmyndasmiðir, búningahönnuðir , ljósa og hljóðmenn. Upptalningin gæti verið endalaus enda eru handtökin við þetta ansi mörg og því miklivægt að allir sem vettlingi geta valdið komi að verkefninu.

Við ætlum sem sagt að segja skammdeginu og kreppunni stríð á hendur og halda áfram hinu kröftuga og metnaðarfulla starfi sem hefur verið í Halanum full af gleði.

Boðið verður uppá kaffi og vöfflur og nýjir félagar hjartanlega velkomnir.

{mos_fb_discuss:2}