Halaleikhópurinn er 15 ára í dag. Leiklistarvefurinn óskar afmælisbarninu innilega til hamingju með daginn.
Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur fatlaðra og ófatlaðra og hefur það að markmiði að iðka leiklist fyrir alla.
Ýmislegt er á döfinni hjá leikhópnum. Nú í september hefur Ágústa Skúladóttir verið með uppistandsnámskeið. Afrakstur þess verður að hluta til sýndur á afmælishátíð Halaleikhópsins og einnig á stuttverkahátíðinni Margt Smátt þann 6. okt. nk. í Borgarleikhúsinu.
Stefnt er að því að halda tvö kaffileikhúskvöld um miðjan okt. og nokkur bíókvöld þar sem upptökur af eldri uppfærslum hópsins verða sýndar. Nánar auglýst síðar.
Í vetur mun Halaleikhópurinn setja upp Gaukshreiðrið eftir Dale Wasserman byggt á skáldsögu Ken Kesey og mun Guðjón Sigvaldason leikstýra verkinu. Æfingar hefjast í byrjun nóvember og stefnt er að frumsýningu í lok janúar.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningu verksins eru hjartanlega velkomnir og bendum við þeim á að hafa samband við okkur í gegnum netfangið halaleikhopurinn@halaleikhopurinn.is eða hringja í síma 552-9188.
Allar nánari upplýsingar um Halaleikhópinn er að finna á www.halaleikhopurinn.is
{mos_fb_discuss:3}