Leikfélag Hafnarfjarðar heldur á næstunni námskeiði í leiklist fyrir byrjendur sem lengra komna þar sem farið verður í grunnatriði leiklistarinnar. Leitast verður við að leysa úr læðingi frumorku, einlægni og sköpunargleði leikarans samband hans kannað við sjálfan sig, meðleikara og áhorfendur. Unnið verður með líkamsbeitingu, textameðferð, liðsheild og hópsál á sviði. Þá verða kennd undirstöðuatriði í trúðsleik og unnið með frjálslegan og skemmtilegan spuna. Leiðbeinandi verður Ágústa Skúladóttir sem undanfarin ár hefur kennt sambærileg námskeið í skóla bandalagsins í Svarfaðarardal sem og víða um heim.
 
Námskeiðið er þrjár vikur, hefst 26. nóvember næstkomandi og stendur til 15. des. Kennt er þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga frá 19:30 til 22:00 og laugardaga frá 12:00 til 15:00

Þáttökugjald í námskeiðinu er 5000 krónur sem greiðist við skráningu. Skráningarfrestur er til mánudagsins 24. nóvember. Hægt er að skrá sig hjá Ingvar Bjarnasyni í s: 8967478 eða með því að senda póst á póstfangið leikfelagid@simnet.is

Ágústa lærði hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre De Complicite, John Wright og David Glass og starfaði í nokkur ár í London sem leikkona, leikstjóri og uppistandari, m.a. með Icelandic Take Away Theatre sem hún stofnaði ásamt fleirum. Meðal leikstjórnarverkefna hennar þar eru Háaloft, Angels of the Universe og Spekúlerað á stórum skala.

Ágústa hefur leikstýrt talsvert í áhugaleikhúsi, Grimmsævintýrum (áhugaleiksýning ársins 2002) og Hljómsveitinni hjá Leikfélagi Kópavogs, Svarfdælasögu hjá Leikfélagi Dalvíkur, Undir hamrinum hjá Hugleik, Memento Mori og Bingó hjá Leikfélagi Kópavogs og Hugleik og nú síðast Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Kópavogs.

Auk ofangreinds þá hefur Ágústa leikstýrt Kvenna hvað? í Kaffileikhúsinu, Sellófon (áhorfendaverðlaun Grímunnar) hjá Himnaríki, Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður hjá Nemendaleikhúsinu, 5 stelpur.com í Austurbæjarbíói, Landið Vifra (tilnefning til Grímunnar 2005) í Möguleikhúsinu, Emma og Ófeigur og Bóluhjálmar hjá Stoppleikhúsinu og Dauði og jarðarber hjá Félagi flóna. Ennfremur í Þjóðleikhúsinu Klaufar og kóngsdætur (barnasýning ársins, Gríman 2005), Eldhús eftir máli (Menningarverðlaun DV, 2006), Halldór í Hollywood, Umbreytingu, Stórfengleg og hjá Íslensku Óperunni Cosi fan tutti!  með Óperustúdíóinu.

Margar leiksýningar Ágústu í atvinnuleikhúsi og áhugaleikhúsi hafa verið valdar á leiklistarhátíðir víða um heim og unnið til fjölda verðlauna.

{mos_fb_discuss:3}