Leiksýningin Grande eftir Tyrfing Tyrfingsson verður sýnd í Tjarnarbíó 3., 5., 10. og 11. maí kl. 20. Þetta er verk um Ödipusarduldina og hvernig karlmenn af ákveðinni kynslóð þurfa, áður en þeir komast til manns, að myrða þessa gömlu konu sem hangir inni í þeim og segir þeim að þeir séu þunglyndir, eigi að hætta að reykja og ekki fara neitt. Leikari er Hjörtur Jóhann Jónsson en höfundur og leikstjóri er Tyrfingur Tyrfingsson.

Grande segir sögu af móður og syni í Hlíðunum. Hún hefur brennt allar brýr sér að baki og syni hennar en þessa dagana æfa þau dragsýningu með laginu I know him so well með Susan Boyle og Elaine Page. Atriðið er gert fyrir fimmtudagsafmæli fyrrverandi félaga hennar, í von um að endurvekja forna frægð. En í miðju æfingaferlinu ákveður sonurinn að flytja út.

Tónlist: Steinþór Helgi Sunde

Miðapantanir: midasala@tjarnarbio.is

Miðaverð 2.500 kr.

Nánari upplýsingar á www.tjarnarbio.is