Aðeins er ein sýning eftir á hinum bráðfyndna söngleik Drama lama, sem er  í lit og með íslensku tali um 17 ára Akureyring og er hún í kvöld, þriðjudaginn 3. maí klukkan 20:00. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur nú sýnt 8 sýningar fyrir fullu húsi af söngleiknum og nú er komið að síðustu sýningunni og verður það styrktarsýning þar sem allur aðgangseyrir rennur óskiptur til handa Barnadeild FSA. Höfundur og leikstjóri er Garún.

Bráðfyndinn söngleikur í lit og með íslensku tali um 17 ára Akureyring sem er einn af 1245 sem ber nafnið Daníel sem fyrsta eða eina nafn á Íslandi. Hann á afmæli á morgun og þarf að velja við hvað hann ætlar að vinna við áður en hann verður 18 ára og fullráða. Vandamálið er hins vegar að Daníel er alinn upp við að taka aldrei áhættur. Foreldrar hans hafa sagt honum einum of oft að hann skuli ekki rugga bátnum. Meðalvegurinn er bestur og það er ráðist á fólk sem skarar frammúr. Þetta virkar ekki hvetjandi á Daníel sem er orðin ein taugahrúga og getur ekki einu sinni ákveðið sig í hverju hann ætlar að fara í á morgnanna. Daníel er í klemmu en þá kemur Dalai Lama norðursins með lausnina. Enda vitum við öll að svarið við lífsgátunni felst í málsháttum og öðru óskiljanlegu.

Miðaverð er aðeins 2.500 krónur en skólafólk fær 500 króna afslátt gegn framvísun skólaskírteinis, það er um að gera að láta ekki þessa stórskemmtilegu sýningu fram hjá sér fara. Allar nánari upplýsingar og miðakaup er hægt að nálgast hér

{mos_fb_discuss:2}