Verkið gerist í nútímanum. Hallgerður er listakona og býr að Hlíðarenda í Fljótshlíð og svo skemmtilega vill til að ævi hennar og lífshlaup er nánast spegilmynd af ævi Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur sem þar bjó fyrir rúmum eitt þúsund árum.
Gunnar eiginmaður hennar (sá þriðji í röðinni – fyrri eiginmenn hennar tveir eru fallnir í valinn) rekur menningartengda ferðaþjónustu á bæum og hefur boðið gestum í mat að konu sinni forspurðri – sjálfur er hann að heiman. Enginn matur er í bænum og sendir Hallgerður vinnumann sinn, Melkó, að afla vista. Á beðan gestirnir bíða eftir veitingunum skemmtir Hallgerður þeim með ævintýralegri frásögn af einkar skrautlegri ævi sinni.