Söngleikurinn Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýndur laugardaginn 25. mars í Mánagarði. Leikritið fjallar um unglingsstrákinn Orm Óðinsson, snilling og ljóðaunnanda og samband hans við félagana, foreldrana og kennarana en þeim síðastnefndu er sérlega uppsigað við kauða af ýmsum orsökum. Leikstjóri er Hörður Sigurðarson og tónlistarstjórn annast Jóhann Morávek en hljómsveitin Ný dönsk samdi tónlistina.  ormur_kennarar.jpgSöngleikurinn Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýndur laugardaginn 25. mars í Mánagarði. Leikritið fjallar um unglingsstrákinn Orm Óðinsson, snilling og ljóðaunnanda og samband hans við félagan, foreldrana og kennarana en þeim síðastnefndu er uppsigað við kauða af ýmsum orsökum. Leikstjóri er Hörður Sigurðarson og tónlistarstjórn annast Jóhann Morávek en hljómsveitin Ný dönsk samdi tónlistina. 

Uppsetningin er samstarfssverkefni Leikfélags Hornafjarðar, Framhaldskólans og Tónskólans í A-Skaftafellssýslu. Þetta er í annað sinn sem þessir aðilar taka höndum saman í þessum efnum en í fyrra var söngleikurinn Súperstar á fjölunum við miklar vinsældir. Sautján leikarar og fjórir hljóðfæraleikarar eru í Gauragangi en hátt í þrjátíu manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt.

Sýnt verður í Mánagarði eins og áður er sagt en þar hefur mikið verið gert að undanförnu til að bæta aðstöðu fyrir leiklist. Fyrstu sýningar verða sem hér segir:

Frumsýning laugardaginn 25. Mars
2. sýning sunnudaginn 26. Mars
3. sýning þriðjudaginn 28. Mars
4. sýning fimmtudaginn 30. Mars

Sýningar eru í Mánagarði og hefjast kl. 20.00. Miðasala er opin frá kl. 19.00 sýningardagana.