Þegar Trölli stal jólunum

Þegar Trölli stal jólunum

Sunnudaginn 9. desember klukkan 14:00 frumsýnir Leikfélag Mosfellssveitar í Bæjarleikhúsinu leikritið Þegar Trölli stal jólunum. Það er unglingahópur leikfélagsins, krakkar á aldrinum 13-16 ára, sem stendur að uppsetningunni, en leikstjórar eru Sigrún Harðardóttir og Agnes Þorkelsdóttir Wild.

 

Höfundur verksins er Dr. Seuss og er leikgerð unnin upp úr íslenskri þýðingu Þorsteins Valdimarssonar á bókinni og bíómynd af Agnesi Þorkelsdóttur Wild. Alls koma þrjátíu manns að sýningunni. Þetta er leiksýning sem börn og fullorðnir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Miðaverð aðeins krónur 1000,-

Sýningar verða á eftirfarandi tímum í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ:

Frumsýning 09.12.07 sunnudagur kl.14:00 Uppselt
2. sýning 11.12.07 þriðjudaur kl.19:00
3. sýning 2.12.07 miðvikudagur kl.19:00
4. sýning 13.12.07 fimmtudagur kl.19:00
5. sýning 14.12.07 föstudagur kl.19:00
6. sýning 20.12.07 fimmtudagur kl.19:00
7. sýning 21.12.07 föstudagur kl.19:00
8. sýning 22.12.07 laugardagur kl.14:00

Miðasala er í síma 5 66 77 88, sjá nánar á www.leikmos.is 

0 Slökkt á athugasemdum við Þegar Trölli stal jólunum 1095 06 desember, 2007 Allar fréttir desember 6, 2007

Áskrift að Vikupósti

Karfa