Á laugardaginn kemur, þann 6. nóvember, flytur Gaflaraleikhúsið formlega í höfuðstöðvar leiklistarinnar í miðborg Hafnarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 í gamla Gúttó við Suðurgötu 7 (fyrir aftan Þjóðkirkjuna) sem um langan aldur var hjartað í leiklistarstarfi Hafnfirðinga. Þar stendur uppi yfirlitssýning Leikminjasafns Íslands um sjónleikjahald í Firðinum.

Brugðið verður á leik á gamla leiksviðinu mannhæðarháa, sem margir Hafnfirðingar, ungir jafnt sem aldnir, eiga góðar minningar frá. Síðan verður haldið niður í húsið, sem áður hýsti m.a. Vélsmiðju Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarleikhúsið, á Strandgötu 50, þar sem fleiri leikrænar uppákomur bíða gesta auk veitinga í þjóðlegum stíl. Þannig flyst kyndill leiklistar í Hafnarfirði frá elsta leikhúsinu í bænum í það nýjasta.

Kyndilberinn sjálfur er hið ný-stofnsetta Gaflaraleikhús – leikhús allra Hafnfirðinga og nærsveitunga. Sýning Leikminjasafnsins verður enduruppsett að mestu leyti í anddyri Gaflaraleikhússins. Í Galfaraleikhúsinu munu tveir leikhópar hafa fast aðsetur, Gaflarnir og Leikfélag Hafnarfjarðar.

{mos_fb_discuss:3}