Í tengslum við haustfund Bandalags íslenskra leikfélaga þann 22. nóvmeber var boðað til móttöku vegna útgáfu sögu Bandalagsins, „Allt fyrir andann“ í þjónustumiðstöð Bandalagsins að Suðurlandsbraut 16. Þar þakkaði Ingólfur Þórsson, varaformaður Bandalagsins, söguritaranum Bjarna Guðmarssyni, vel unnin störf svo og sögunefndinni sem var honum innan handar við ritun bókarinnar, en hana skipuðu Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bandalagsins, Einar Njálson fyrrverandi formaður Bandalagsins og Þorgeir Tryggvason núverandi formaður.

Sagan var í smíðum í átta ár og því langþráð stund upp runnin en óhætt er að segja að bókin sé mikilvæg heimild um þá þróun sem átti sér stað í íslensku leikhúsi á síðari hluta síðustu aldar. Bókina er hægt að kaupa í þjónustumiðstöðinni að Suðurlandsbraut 16 eða panta í póstkröfu í netfanginu info@leiklist.is. Bókin kostar 5.500 kr.

Á myndinni eru Bjarni ásamt Sigrúnu og Þorgeiri en Einar var fjarverandi.

{mos_fb_discuss:3}