Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi 2. apríl barnaleikritið Fúsa Froskagleypi eftir Ole Lund Kirkegaard í Gaflaraleikhúsinu. Verkið er bráðfjörugt barna og fjölskylduleikrit með skemmtilegri tónlist Jóhanns Moravek undir leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Leikritið  var frumsýnt hjá félaginu fyrir 25 árum í Bæjarbíó við fádæma vinsældir. Yfir 20 leikarar og tónlistarmenn taka þátt í sýningunnni sem afar litrík og hressileg.

Söguþráðurinn fjallar á gamansaman hátt um samskipti Fúsa Froskagleypis við krakka og bæjarbúa í Hafnarfirði og hvernig heimsókn Bardínó Sirkussins til bæjarins breytir miklu í lífi allra.

Hér má sjá umfjöllun um sýninguna og viðtöl við þátttakendur á gaflari.is

Hægt er að panta miða og fá upplýsingar í síma 565-5900, í leikfelagid@simnet.is og á www.midi.is

{mos_fb_discuss:2}