Fundur stjórnar og skólanefndar 30. september 2006

Fundur stjórnar og skólanefndar BÍL 

Hótel Selfossi 30. september 2006 Kl. 12:30 

Mættir: Herdís Þorgeirsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Dýrleif Jónsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Sigríður Karlsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Guðrún Halla Jónsdóttir, Ármann Guðmundsson, Lárus Vilhjálmsson, Hrund Ólafsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Embla Guðmundsdóttir, sem ritaði fundargerð. 

Guðrún Halla bauð fólkið velkomið og bað skólanefnd og nýjar skólastýrur að skýra frá framtíðarhugmyndum sínum og verkaskiptingu. 

Skólastjórn
Hrefna og Dýrleif kynntu hugmyndir sínar og skólanefndar. Áherslur nokkuð óbreyttar á starfið framundan. Vilja halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í skólanum. Skólinn er lifandi og lagar sig að aðstæðum og eftirspurn hverju sinni. Fram kom að þær ætla ekki að skipta sér í yfir og undir stýrur, þær eru báðar skólastjórar og vinna saman sem ein.  Fundarmenn lýstu ánægju sinni með þær stöllur sem og nýja skólanefnd. Gott til þess að vita að áfram njótum við krafta og reynslu Gunnhildar og Sirrýjar í skólamálum. Þeim þakkað frábært starf við skólann frá upphafi.  Ekki þykir ástæða til að tilnefna sérstakan varamann í skólanefnd.

Húsnæðismál  leiklistarskólans
Húsnæðismál skólans Nokkuð rætt um húsnæðismál skólans. Margrét sagði frá störfum húsnæðisnefndar sem m.a. hefur verið í sambandi við forsvarsmenn Eiða. Nokkrir aðrir staðir nefndir sem fýsilegt þykir að athuga þ.m.t. Hrafnagil. Húsnæðisnefnd heldur áfram sinni vinnu og skólastýrur lýsa sig reiðubúnar til að vinna með nefndinni og skoða þá staði sem til greina koma. Fundarmenn allir mjög meðvitaðir um nauðsyn þess að í framtíðar skólahúsnæði verði aðgengismál að vera í lagi.  

 Fundi slitið 13:00

0 Slökkt á athugasemdum við Fundur stjórnar og skólanefndar 30. september 2006 565 08 desember, 2006 Fundir desember 8, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa