Undanfarnar vikur hefur mikið gengið á í Ungó á Dalvík þar sem Leikfélag Dalvíkur hefur æft af krafti leikritið Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Verkið er farsi af bestu gerð og gerist í aðdraganda hins „fullkomna“ brúðkaups sem reynist kannski ekki svo fullkomið þegar öllu er á botnin hvolft.
Aðalsteinn Bergdal leikstýrir hópnum af stakri prýði og verður verkið frumsýnt föstudaginn 4. apríl klukkan 20.00.

Miðasala og frekari upplýsingar í síma 8689706 milli klukkan 16.00 og 21.00.