Grettir verður frumsýndur 22. apríl
 
Vegna veikinda leikara hefur Leikfélag Reykjavíkur neyðst til að fresta frumsýningu á söngleiknum Gretti, sem vera átti næstkomandi föstudag. Frumsýningin verður sunnudaginn 22. apríl. Fyrirhugaðar forsýningar verða, föstudaginn 20. apríl og laugardaginn 21. apríl kl. 20.
 
Þeir sem keypt hafa miða á sýningar á Gretti eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til miðasölu til að fá útgefna miða með nýjum dagsetningum. Þeir sem ekki geta notað miða með nýrri dagsetningu stendur til boða að fá miða endurgreidda.