Stjórnarfundur: 28/03/2020 kl. 11:00  Staður: Kleppsmýrarvegi 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Gísli Björn Heimisson, Sigríður Hafsteinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir, Ágúst Jónsson, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir


Fundargerð:

Fundargerð ritaði Hörður.

 1. Aðalfundur
  – Frestun og ný staðsetning. Haldinn helgina 18.-20. sept. í Reykjavík. Stjórnarmenn hafa samband við fósturfélög og heyra í þeim með aðalfundinn.
  – Ársreikningur. Verður væntanlega tilbúinn eftir helgina.
  – Stjórnarkjör – framboð og eftirspurn. Ólöf, Þráinn og Anna María eru að ljúka setu. Magnþóra og Sigríður í varastjórn.
 2. Leiklistarhátíð – sérverkefni á starfsáætlun. Henni verður frestað a.m.k. til vors 2021.
 3. Leiklistarskólinn. Skráning hefur gengið vel. 45 skráðir núna. Þurfum að ná að lágmarki 8 á Tjöldin frá og þá er fullskipað á öll námskeið. Skólanefnd mun hittast upp úr miðjum apríl og tekur stöðuna varðandi veirumálin.
 4. Leiklistarvefurinn – Flutningur og uppfærsla. Tók langan tíma og var erfitt en ánægjulegt að því sé lokið.
 5. Styrkumsóknir og úthlutunarfundur. Fundur verður haldinn 27. júní.
 6. Athyglisverðasta áhugaleiksýningin. Hörður heyrir í Þjóðleikhúsinu með þau mál.
 7. NEATA 2020. Haldinn í Eistlandi 10.-13. september. Við þurfum að huga að því að finna sýningu sem gæti verið fulltrúi okkar á hátíðinni.
 8. Önnur mál engin.

Fundi slitið kl 12:03.