Stjórnarfundur: 23.09.2021 kl. 17:15 Staður: Bakkagerði 9 og Zoom
Fundarmenn:
Guðfinna Gunnarsdóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Anna Margrét Pálsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.
Fundargerð:
Fjármálin
Fjárhagsstaðan reifuð . Kannski smá hugsanavilla í skýringum á stöðunni á fundinum (og þó ekki). Við verðum að líkindum með um 1.5 millj. í plús í lok árs ef ekkert óvænt gerist. EN! 3 milljónir eru af því er vörslufé sem bætist við ríkisstyrki næsta árs. Eiginleg staða um áramót því að líkindum 1.5 millj. í mínus.
Leikhúsbúðin
Framkvæmdastjóri fór yfir þróun í innkomu verslunar síðan 2011. Á árunum 2011-2013 var salan að jafnaði um 4.5 milljónir á ári. Upp úr því fer sala niður á við og er um 2.5 millj. árið 2019. Ýmsar skýringar geta verið á því eins og t.d. fækkun félaga, aukin sala á netinu o.s.frv. Framkvæmdastjóri er á því að hægt sé að auka sölu með markvissum aðgerðum. M.a. með aukinni kynningu á Leikhúsbúðinni, sérstök tilboð og auglýsingar í kringum Hrekkajvöku, jól, Öskudag og 17. júní t.d. Hvetur stjórnarfólk til að auglýsa búðina, vefinn, FB-síðuna og Instagram BÍL. Benda félögum á að þau eiga fastan 20% afslátt í búðinni.
Bændablaðið
Stutt viðtal við framkvæmdastjóra bortist í síðasta blaði og stefnt er að föstum dálki með kynningu á einstökum félögum í vetur.
Fundur með RSÍ og BB
Framkæmdastjóri kynnti það sem fram fór á fundi sem haldinn var með fulltrúum Rithöfundasambandsins og Borgarbókasafns (BBS). Ræddar hugmyndir að bjóða leikrit úr safni BÍL í Rafbókasafninu. Rafbókasafnið virðist vera ofarlega á verkefnaskrá Borgarbókasafnsins núna. Líklegt að við þurfum að gera sérstakan samning við RSÍ til að verða einhverskonar borgir fyrir BBS hvað leikrit varðar. Sóknarfæri fyrir okkur þar sem BBS er væntanlega tilbúið að greiða árgjald fyrir aðgang að leikritum frá okkur.
Nýr starfsmaður
Nýr starfsmaður hefur tekið til starfa á Þjónustumiðstöð, Erla Hrönn og mun verða a.m.k. í 3 mánuði. Þegar mjög skýrt að þörf er á slíkri vinnu þar sem byrjað er að vinna á því fjalli verkefna sem hlaðist hafa upp undanfarinn áratug eða svo. Stjórn biður framkvæmdastjóra um að bjóða nýjan starfsmann velkominn.
Uppfærsla Leikritasafns
Framkvæmdastjóri fékk Sigurð Pálsson og Þórarinn Stefánsson til fundar til að ræða leiðir til að útvíkka safnið og hanna það sem venslað gagnasafm. Gísli og Jónheiður sett í nefnd með frkvstj. að vinna málið áfram.
NEATA-fundur 28. sept.
Formaður og framkvæmdastjóri verða viðstödd á Zoom. Guðfinna lýsti áhyggjum yfir því að ýmsir hyggi á breytingu á starfsemi NEATA. Skýrt af okkar hálfu að NEATA á fyrst og síðast að vera verkefnadrifið apparat með fókus á hinar hefðbundnu leiklistarhátíðir NEATA.
Fósturfélög
Stjórnarmenn munu hafa samband við fósturfélög á næstu tveimur vikum. Stjórn mun í sameiningu setja saman spurninga- og kynningarlista fyrir stjórnarmenn til hliðsjónar í viðtölum. era spurningalista og birta – Gísli búinn að setja inn lista.
Menningaráætlun MMRN
Framkvæmdastjóri sendi fyrr í dag nýtt plagg sem komið hefur frá Menntamálaráðuneytinu og heitir Menningarsókn – aðgerðaáætlun til 2030. Guðfinna ætlar að gaumlesa með hliðsjón af okkar starfsemi. Mikilvægt að við tryggjum okkar sess í slíkri áætlun.
Húsnæðisvandi félaga
Nokkur félög standa nú frammi fyrir húsnæðisvanda. Rætt um mögulega ályktun stjórnar sem væri t.d. hægt að senda Sambandi ísl. sveitarfélaga. Mikilvægt að heyra í fósturfélögum með húsnæðismál þeirra.
Kynningarmiðlar BÍL
Framkvæmdastjóri brýndi fyrir stjórnamönnum að halda á lofti og auglýsa kynningarleiðir okkar á Leiklkistarvefnum, Facebook og Instagram. Auglýsa og reyna að fá fólk til að fylgjast með.
Fleira ekki rætt.
Fundargerð ritaði Hörður