Stjórnarfundur: 15.06.2021 kl. 16:00  Staður: Kleppsmýrarvegi 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Anna Margrét Pálsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir, Brynja Ýr Júllusdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

 

  1. Úthlutun. Farið yfir umsóknir.
    Halaleikhópurinn – Ábrystir með kanel uppfyllir ekki skilyrði þar sem ekki er búið að frumsýna.
    Leikfélag Mosfellssveitar – Jóladagatalið uppfyllir ekki skilyrði.
    Leikfélag Sauðárkróks – Umsókn um frumkvæðisálag vegna Á frívaktinni hafnað.
    Leikfélag Selfoss – Umsókn um frumkvæðisálag vegna R+J=Ást hafnað.
    Leikfélag Hólmavíkur. Uppfyllir ekki skilyrði þar sem um leiklestur er að ræða.
    Niðurstaða úthlutunar er að fullur styrkur án álags er 432.000 kr.
  2. Aðlþjóðlegt samstarf.
    Leiklistarhátíð og þing AITA/IATA verður haldið í Mónakó í ágúst. Við sendum ekki fulltrúa en munum finna einhvern úr röðum NEATA til að fara með atkvæði okkar.
    NEATA-hátíð verður haldin í Eistlandi í september. Hátíðin verður smá í sniðum og stendur aðeins í 4 daga. Frkv.stj. mun kanna möguleika á að vera viðstaddur hátíðina og funda með öðrum NEATA-fulltrúum en þegar er ljóst við munum ekki senda sýningu á hátíðina fremur en hin Norðurlöndin.
  3. Launamál frkv.stj. rædd.
  4. Formaður Rithöfundasambandisins, Karl Ágúst Úlfsson hefur innt frkvt.stj. eftir því hvort við viljum vera í samráði við þau og Leikmunjasafnið um skráningu íslenskra leikrita.  Frkv.stj. gaf jákvætt svar við því. Í tengslum við það kemur í ljós að Rithöfundasambandið er mögulega ekki sátt við framkvæmdina á því þegar Þjónustumiðstöð sendir út handrit á rafrænu formi og vill frekar koma handritum á rafbókaform svipað og gert er í bókasöfnum með tilheyrandi rafrænum læsingum. Frkv.stj. benti á að allt önnur lögmál gildi um leikrit en t.d. skáldsögur og fræðirit og að sú aðferð sem við notum, að setja skýr skilyrði fyrir notkun handrita, vatnsmerkja handritin og halda skrá yfir útlánin sé öllu tryggari en sú hefðbundna þar sem handrit eru ljósrituð á pappír og viðtakandi getur svo komið á rafrænt form á auðveldan máta. Afar varhugavert er að setja óþarfa þröskulda í veg þeirra sem vilja nálgast handrit, oftar en ekki með það í huga að leikritið sé sviðsett. Stjórn er sammála um þessa skoðun á málinu. Frkv.stj. ítrekar að brýnt sé að bæta gæði handrita í safninu. Mörg hver hafi verið skönnuð inn af vanefnum á sínum tíma og mörg pappírseintök í lélegu ásigkomulagi.
  5. Húsnæðismálin rædd. Eftir úthlutun er ljóst að 10.084.750 fara í húsnæðissjóð sem stofnaður var á síðasta aðalfundi. Frvk.stj. lagði fram fjárhagsáætlun vegna mögulegra kaupa á fasteign að Skipholti 15 sem hefur verið í umræðunni. Stjórn ákveður að bíða með kauptilboð. Stjórn mun fara yfir fjárhagsáætlanir frkv.stj. og einnig er ætlunin að skoða húsnæðið síðar í mánuðinum.

Fleira ekki rætt og fundi slitið. Fundargerð ritaði Hörður Sigurðarson.