Stjórnarfundur: 29.04.2021 kl. 17:00 Staður: Zoom
Fundarmenn:
Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Anna Margrét Pálsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.
Fundargerð:
1. Dagskrá aðalfundar:
Fundarstjóri: Ekki komið nafn en Leikf. Kef. kemur með mann. Ólöf verður fundarstjóri til vara.
Fundarritari: Jónheiður Ísleifsdóttir, Gísli til vara.
Menningarstefna: Anna Margrét Pálsdóttir les upp.
Skýrsla skólanefndar: Dýrleif eða Hrefna flytur.
Lagabreytingartillaga: Gísli Björn flytur tillöguna fyrir hönd stjórnar.
Tillaga að húsnæðissjóði: Hörður Sigurðarson flytur fyrir hönd stjórnar.
Starfsáætlun: Anna María kynnir. Starfsáætlun er sú sama og í fyrra og stjórn leggur til að hún verði óbreytt áfram.
Árgjald: Ólöf mælir fyrir árgjaldi. Stjórn leggur til að árgjald fyrir 2021-22 verði 85.000.Hálft verði 42.500. Félög sem setja upp tvær sýningar greiði 127.500 og félög sem setja upp þrjár sýningar greiði kr. 170.000 kr. Um er að ræða hækkun miðað við vísitölu neysluverðs sem var rúmlega 3.8%.
2. Rætt um hugmyndir að opna á þátttöku í atkvæðagreiðslu fyrir þau félög sem ekki eiga heimangengt. Stjórn sammála um að núverandi lög heimili það ekki. Jafnvel þó lagabreytingartillaga stjórnar verði samþykkt á fundinum eru of mörg álitamál til að það geti komið til greina á þessum fundi.
Fundargerð ritaði: Hörður