Stjórnarfundur: 30.04.2024 kl. 17:00  Staður: Kleppsmýrarvegi 8 og Zoom

Fundarmenn:

Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Fanney Valsdóttir, Bjarklind Þór, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

Undirbúningur fyrir aðalfund – niðurröðun verkefna

  1. Stuttverkahátíð verður haldin með 8 þætti frá 5 félögum. Reynum að útvega umfjallara.
  2. Norðanmenn útvega fundarstjóra.
  3. Fundarritarar Jónheiður og Fanney.
  4. Anna María les Menningarstefnu
  5. Leikfélagið Lopi og Leikfélagið Sýnir ganga úr BÍL.
  6. Skýrsla stjórnar: Ólöf
  7. Ársreikningur: Hörður. Stjórn þarf að undirrita ársreikning fyrir fund.
  8. Elli les skýrslu skólanefndar
  9. Stjórn leggur til að skipað verði starfsráð sem hefur það hlutverk að vinna í því að styrkur til leikfélaganna á fjárlögum verði hækkaður Hörður semur tillöguna sem verður innlegg í hópastarf.
  10. Starfsáætlun. Skipað í hópa. Sigrún og Bjarklind stýra því. Tillaga stjórnar og námskeið í stjórnun leikfélaga auk fastra liða.
  11. Fá endurnýju á umboði stjórnar til að ráðstafa húsnæðissjóði. Ólöf flytur.
  12. Tillaga um að 2 milljónir verði teknar af verkefnastyrk félaganna til reksturs skrifstofu.
  13. Árgjald. Gísli beðinn að reikna vísitölu og sjá niðurstöðu.
  14. Stjórnarmenn hlera og kanna hvort einhverjir vilja bjóða til næsta aðalfundar.
  15. Rætt um heimildarmyndina BHÍH. Þarf að kynna áður en fundur hefst að tekið verði upp á þinginu og á stuttverkahátíðinni- Anna María.

Fundargerð ritaði Hörður