Stjórnarfundur: 30.04.2024 kl. 17:00 Staður: Kleppsmýrarvegi 8 og Zoom
Fundarmenn:
Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Fanney Valsdóttir, Bjarklind Þór, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.
Fundargerð:
Undirbúningur fyrir aðalfund – niðurröðun verkefna
- Stuttverkahátíð verður haldin með 8 þætti frá 5 félögum. Reynum að útvega umfjallara.
- Norðanmenn útvega fundarstjóra.
- Fundarritarar Jónheiður og Fanney.
- Anna María les Menningarstefnu
- Leikfélagið Lopi og Leikfélagið Sýnir ganga úr BÍL.
- Skýrsla stjórnar: Ólöf
- Ársreikningur: Hörður. Stjórn þarf að undirrita ársreikning fyrir fund.
- Elli les skýrslu skólanefndar
- Stjórn leggur til að skipað verði starfsráð sem hefur það hlutverk að vinna í því að styrkur til leikfélaganna á fjárlögum verði hækkaður Hörður semur tillöguna sem verður innlegg í hópastarf.
- Starfsáætlun. Skipað í hópa. Sigrún og Bjarklind stýra því. Tillaga stjórnar og námskeið í stjórnun leikfélaga auk fastra liða.
- Fá endurnýju á umboði stjórnar til að ráðstafa húsnæðissjóði. Ólöf flytur.
- Tillaga um að 2 milljónir verði teknar af verkefnastyrk félaganna til reksturs skrifstofu.
- Árgjald. Gísli beðinn að reikna vísitölu og sjá niðurstöðu.
- Stjórnarmenn hlera og kanna hvort einhverjir vilja bjóða til næsta aðalfundar.
- Rætt um heimildarmyndina BHÍH. Þarf að kynna áður en fundur hefst að tekið verði upp á þinginu og á stuttverkahátíðinni- Anna María.
Fundargerð ritaði Hörður