Stjórnarfundur: 26.06.2017 kl. 13:00  Staður: Þjónustumiðstöð

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Bernharð Arnarson, Gísli Björn Heimisson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir, frkv.stj.


Fundargerð:

Fundur settur klukkan 13:10.

Dagskrá:

1. Úthlutun styrkja vegna leikársins 2016-17

Farið yfir innsendar umsóknir:
– Leikfélag Hveragerðis – Frumflutningsstyrk hafnað – Frumkvæðisstyrkur samþykktur vegna vals Þjóðleikhússins á sýningunni sem Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins 2017.

– Leikfélag Keflavíkur – Styrk hafnað vegna sýningarinnar Síðasta kvöldmáltíðin þar sem hvorki barst upptaka né handrit og stjórn gat ekki metið hvað um var að ræða – Frumkvæðisstyrkbeiðni hafnað vegna Litlu hryllingsbúðarinnar.

– Leikfélag Kópavogs – Frumkvæðisstyrksumsókn vegna Svarta kassans samþykkt.

– Leikfélag Mosfellssveitar – Frumkvæðisstyrksumsókn vegna Skilaboðaskjóðunnar samþykkt vegna frumkvæðis í umgjörð sýningarinnar.

– Leikfélag Sólheima – Frumkvæðisstyrkumsókn samþykkt vegna nýrrar tónlistar. Styrkbeiðni vegna nemanda í Bandalagsskólann hafnað. Leikfélagi bent á að sækja um fyrir hann að ári.

– Leikfélagið Óríon – Frumkvæðisstyrksumsókn samþykkt vegna nýrrar tónlistar.

– Stúdentaleikhúsið – Frumkvæðisstyrksumsókn hafnað þar sem ekki barst upptaka.

– Leikfélag Norðfjarðar – styrkbeiðnum fyrir stuttverkin Kaffi og með því, Á fæðingardeildinni, Einkamál.is, Jólaballið og Persónur Benedikts búálfs hafnað þar sem ekki var fengið leyfi höfundarrétthafa fyrir uppsetningunum.

Styrkur vegna fullrar (80 mín) sýningar verður 330.746 krónur. Sótt var um fyrir 86 leiksýningar, 18 námskeið og 37 nemendur í Leiklistarskólanum. Styrkir eru veittir til 80 leiksýninga, 16 námskeiða og 36 nemenda.

2. Farið yfir starfsáætlun leikársins 2017-18 og samþykktir síðasta aðalfundar

– Rekstur þjónustumiðstöðvar – Vilborg: Reksturinn gengur þokkalega og útlitið betra en venjulega.

– Leiklistarskólinn gekk mjög vel á nýjum stað. Búið er að gera samning fyrir næsta ár og gott útlit fyrir að samstarfið við Reyki vari enn lengur. Skólinn starfar næst 9.-17. júní 2018.

– Leiklistarvefurinn stendur vel og er í stöðugri þróun.

– Vilborg og Guðfinna eru að fara á aðalfundi IATA og NEATA í Mónakó í ágúst 2017.

– Þarf að fara að funda með nýjum ráðherra við tækifæri og þá sérstaklega varðandi verkefnatengda styrkinn.

– Liður 1 og 2 í sérverkefnum verða teknir fyrir þegar nær dregur aðalfundi.

– Gert er ráð fyrir að búið verði að skipa í nefnd til þess að sjá um undirbúning fyrir leiklistarhátíð 2020 fyrir næsta aðalfund.

3. Önnur mál

– Rætt var um að reyna að nálgast upptökur af Landanum en hann var á ferðinni í Hrútafirðinum á starfstíma Bandalagsskólans og voru tekin viðtöl og fylgst með skólastarfinu. Þátturinn verður sýndur á RUV í haust.

– Búið er að setja á fót gagnabanka þar sem hægt er að setja inn myndir af búningum og propsi til láns og leigu. Þessi banki er á Leiklistarvefnum. Þegar félag skráir sig inn á vefinn er hægt að nálgast form til að setja inn hluti hér: (https:// leiklist.is/skraning-a-lans-og-leigulista/)

Yfirlits- og leitarsíða er hér (https://leiklist.is/leigulisti-bil/).

– Rætt var um sameiginlegt miðapöntunarkerfi. Ákveðið að koma þeirri vinnu inn í vinnustofur samhliða næsta aðalfundi.

– Rætt var um hvort hægt væri að fá einhvern til þess að vinna fyrir okkur kynningarherferð fyrir lítinn pening.

– Rætt var um að á næsta aðalfundi verði unnið að því að finna út hvað við viljum að þjónustumiðstöðin geri.

– Næsti fundur verður með haustinu.

Fundi slitið klukkan 16:30.

Fundargerð ritaði Þráinn Sigvaldason.