Stjórnarfundur: 18.03.2017 kl.   Staður: Þjónustumiðstöð

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Gísli Björn Heimisson, Þrúður Sigurðar, Embla Guðmundsdóttir, Sigríður Hafsteinsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir, frkv.stj.


Fundargerð:

Fundur settur kl. 12.00

Mættir:
Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Þrúður Sigurðardóttir, Sigríður Hafsteinsdóttir, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir og Vilborg Árný Valgarðsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Borinn upp og samþykkt.

2. Starfsáætlun 2016-17

1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, leiklistarskóla, leiklistarvefsins og annarra fastra liða i starfseminni. Allt gengur sinn vanagang og staðan sæmileg. Verið er að greiða yfirdráttarheimildina niður og því þarf að halda vel utan um budduna.    

Skráningar í skólann ganga vel og nýja staðsetningin er klárlega sú besta sem að við höfum haft. Þótt aðstaða fyrir fatlaða sé ekki nægilega góð er hún samt betri en á fyrri stað. 

Vefurinn gengur sinn vanagang og búið er að hreingera í umsóknarkerfinu til að auðvelda notkun á því fyrir félögin í vor.

2.  Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.  Við erum komin með samning fyrir skrifstofuna 2016-18 og þurfum að fá fund fyrir næsta fjárlagaár hjá ráðherra um verkefnastyrkinn. Svo á næsta ári þarf að taka aftur til við umsókn um endurnýjum samnings vegna skrifstofunnar frá 1. janúar 2019.

Sérverkefni ársins

1.  Að haldið verði námskeið í stjórnun leikfélaga og markaðssetningu samhliða aðalfundi 2017. Fara þarf yfir umsóknarkerfið og útfyllingu umsókna, einnig markaðssetningu og fá aðila í þessi mál. Fá síðan formenn a.m.k. tveggja til þriggja félaga til að fara í verkaskiptingu stjórna og markaðsmál, ásamt hópefli. Nánari dagskrá verður samin í facebook hópi stjórnar.

2.  Að halda afmælishátíð í tilefni af 20 ára afmæli Leiklistarskóla Bandalagsins vorið 2017. Afmælishátíðin er í kvöld og hafa 42 skráð sig.  Skólastýrur setja afmælið, Guðfinna formaður heldur ávarp og Sigríður Karlsdóttir mun rifja upp sögu skólans.

3. Aðalfundur 2017 undirbúinn;
Aðstaða í Hlíð – Tilboð barst frá Hlíð í Ölfusi sem hljoðar upp á krónur 22.500, – 26.500,- eftir því hvað verður valið í hátíðarkvöldverð.
Ársreikningur –
Rennt var yfir ársreikninginn og fundarmenn sáttir við útkomuna. Hann samþykktur og undirritaður.
Starfsáætlun 2017-18 –
Ákveðið að hafa engin sérverkefni fyrirfram á áætlun heldur hafa það sem opinn lið fyrir hópana á aðalfundi.
Stjórnarkjör –
Gísli Björn og Guðfinna eiga að ganga úr aðalstjórn og úr varastjórn eiga að ganga Embla, Þrúður og Salbjörg. Umræður um stjórnarkjör.

Stjórn mun hittast klukkan 18:00 föstudaginn 5. maí í Hlíð til að undirbúa aðalfundinn.

4. Aðalfundur AITA/IATA í Monaco 2017

Það eru miklar breytingar framundan og mjög mikilvægt að það fari fulltrúi á næsta fund og að við nýtum atkvæðisrétt okkar. Tilllaga liggur fyrir að nýrri stjórnarskrá og kosið verður um hvern lið fyrir sig. Nefnd sett saman sem að samanstendur af Guðfinnu, Gísla og Vilborgu, þau munu hittast í páskavikunni eftir að hafa lesið þetta og yfirfarið.

5. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundargerð ritaði Ólöf A. Þórðardóttir.