Stjórnarfundur: 30.06.2023 kl. 15:00  Staður: Skrifstofa BÍL – zoom

Fundarmenn:

Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Fanney Valsdóttir, Bjarklind Þór, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

Stjórnarfundur BÍL – Fundargerð
Staður: Skrifstofa BÍL og Zoom
Tími: 30.06.23 15:00
Mættir: Ofangreindir og Fanney  á Zoom)
  1. Ólöf setti fund og ákveðið var að fara yfir nokkur mál áður en úthlutun hefst
  2. Farið var yfir fund með ráðherra sem haldinn var 15. júní síðastliðinn og Hörður og Ólöf fór á fyrir hönd BÍL. Ráðherra hóf fundinn með því að lýsa yfir óánægju með ályktun aðalfundar og sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum en eftir útskýringar og yfirferð á tölum frá okkur kom annað hljóð í strokkinn. Viðurkenndi ráðherra í lok fundar að þetta hefðu verið harkaleg viðbrögð og dró þau til baka. Sú hugmynd var viðruð að BÍL myndi deila húsnæði með Sviðslistamiðstöð en sameining að öðru leiti er ekki á dagskrá. Engu var lofað en málið verður skoðað og eigum við von á að heyra frá þeim fljótlega. Ráðherra vill einnig halda mótttöku í sambandi við Neatafund sem verður hér í Október.
  3. Rætt um nýliðinn Leiklistarskóla Bandalagsins sem fór fram í blíðskaparveðri á Reykjum þetta árið og tókst vel undir nýjum skólastýrum. Tekið var á öllum hnökrum í samskiptum við nýja rekstraraðila jafn óðum og rúllaði skólinn áfram eins og venjulega. Skólanefnd mun í framhaldi fara betur yfir könnun frá nemendum og ræða framhaldið.
  4. Skipuð verður 3 manna nefnd fyrir stuttverkahátíð í sambandi við næsta aðalfund. Framkvæmdastjóri, Jóhanna frá Freyvangi og einhver sem Jóhanna myndi fá með sér. Einnig voru viðraðar hugmyndir um að gott að væri að fá yfirlit yfir props og leikmynd sem yrði hægt að nota þegar fólk kæmi á staðinn og eins yrði sett upp einfalt ljósaplan sem allir gætu nýtt. Tímamörk á þáttum gætu verið 5-15 mínútur.
  5. Samþykkt að fara yfir úthlutunarreglur á næsta stjórnarfundi og sjá hvort hægt sé að skýra þær og skerpa, einnig gæti verið þörf á að uppfæra upphæðir styrkja fyrir námskeið og skólafólk.
  6. Skrifað var undir beiðni um yfirdrátt í Arion.
  7. Farið var yfir nokkur mál varðandi Neata
    1. Neata hátíðin verður 29. Júlí – 4. ágúst 2024 í Þrándheimi.
    2. Undirbúningur er hafin fyrir Barnaleikhúsfestival en unnið er að fjármögnun og ekki komin dagsetning á verkefnið.
    3. Hörður mun senda á okkur skjalið “How does Neata work today” en verið er að vinna og móta framtíðarsýn Neata í fundaröðinni sem fram fer á næstu mánuðum.
    4. Hugmynd hefur komið upp um að hafa Neata Youth námskeið í Bandalagsskólanum og er því hér með beint til skólanefndar að fjalla um það mál og einnig að athuga hvort það er einhver flötur á því að taka þátt í Neata Workshop day 21. október næstkomandi þar sem hugmyndin er að hvert land sjái um stutt workshop online sem allir geta tekið þátt í.
    5. Búið er að búa til RBN (recognized by Neata) logo sem hægt er að nota í samstarfsverkefnum innan Neata.
  8. Úthlutun:
    Alls bárust umsóknir frá 28 leikfélögum vegna 49 leiksýninga og -þátta og 15 námskeiða. Niðurstaða úthlutunar er að styrkur fyrir leiksýningu 80 mín. eða lengri er 443.805 kr. Styrkur á mínútu er 5.548 kr. Frumflutningsálag (30%) er 136.283 kr. og álag fyrir sérstakt frumkvæði (20%) er 90.855 kr.  Styrkur er veittur vegna 49 leiksýninga- og þátta og 13 námskeiða og skiptist sem hér segir:
Freyvangsleikhúsið 1.183.375
Halaleikhópurinn 576.947
Leikdeild UMF Eflingar 443.805
Leikdeild UMF Gnúpverja 443.805
Leikfélag Blönduóss 443.805
Leikfélag Fjallabyggðar 576.947
Leikfélag Flateyrar 443.805
Leikfélag Fljótsdalshéraðs 443.805
Leikfélag Hafnarfjarðar 20.000
Leikfélag Hofsóss 443.805
Leikfélag Hólmavíkur 443.805
Leikfélag Hörgdæla 616.947
Leikfélag Hornafjarðar 443.805
Leikfélag Húnaþings vestra 576.947
Leikfélag Húsavíkur 443.805
Leikfélag Hveragerðis 453.805
Leikfélag Keflavíkur 1.060.752
Leikfélag Kópavogs 668.518
Leikfélag Mosfellssveitar 501.615
Leikfelag Sauðárkróks 887.611
Leikfélag Selfoss 180.966
Leikfélag Sólheima 346.168
Leikfélag Vestmannaeyja 976.372
Leikfélagið Borg 576.947
Leikfélagið Hugleikur 942.539
Leikfélagið Lauga 371.687
Leikklúbbur Laxdæla 443.805
Stúdentaleikhúsið 443.805
Sýning Leikfélags Vestmannaeyja á Rocky Horror og Hugleiks á Húsfélaginu fengu frumkvæðisstyrk. Aðalfundur BÍL á Neskaupstað samþykkti að 2 millj. af úthlutunarfé rynni til reksturs Þjónustumiðstöðvar.
9. Önnur mál
Anna María viðraði þá hugmynd að búa til þátt um Bandalagið og skólann okkar. Hana langar að fylgja einum nemanda í skólann og taka viðtöl við stjórnendur og aðra. Hún hefur fengið til liðs við sig tökumenn en á eftir að tala við RÚV.
10. Stjórn hefur borist erindi frá Sesselju í Hugleik varðandi tækninámskeið og möguleika á samstarfi í kringum það og væri gott ef skólanefnd myndi taka það fyrir á næsta fundi.
Fundi slitið kl 18:25
Fundargerð ritaði Jónheiður