Stjórnarfundur: 05/01/2019 kl. 11:30  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Gísli Björn Heimisson, Hörður Sigurðarson, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir


Fundargerð:

Formaður bauð sérstaklega velkominn til starfa nýjan framkvæmdarstjóra og afhenti kveðjugjöf til Vilborgar fyrrverandi framkvæmdarstjóra sem sat þarna sinn síðasta stjórnarfund.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar yfirfarin og afgreidd.

  Farið var yfir fundargerð stjórnarfundar frá 14. september.  Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

2. Nýr framkvæmdarstjóri.

– Gengið var frá ráðningu Harðar Sigurðarsonar þann 20. september sl. og tók hann til starfa 2. janúar 2019. Vilborg verður honum innan handar eitthvað fram eftir ári.

– Gengið var frá prókúruskiptum á fundinum.

3. Starfsáætlun yfirfarin.

– Farið var yfir starfsáætlunina.

– Hvað varðar þjónustumiðstöðina þá þarf klárlega að laga nettenginguna. Netið er mjög hægt en tengingin er ADSL og virðist ekki ná meiri hraða en 4 megabitum/sek. Hörður rannsakar þetta mál.

– Erum enn að bíða eftir samningi við ríkið og á meðan höldum við að okkur höndum í rekstri þjónustumiðstöðvar.

– Farið var yfir málefni Leiklistarskóla BÍL og er allt þar á fullu í undirbúningi fyrir næsta skólaár.

– Hörður fór aðeins yfir Leiklistarvefinn og hvað væri hægt að gera þar. Hann ræddi m.a. greiðslugátt fyrir söluvef samtakanna og langar til að kynna sér þau mál betur.

– Framlag til verkefna aðildarfélaga frá ríkinu verður óbreytt frá fyrra ári eða 18,5 milljónir.

– Rætt var um undirbúning vegna leiklistarhátíðar í tengslum við 70 ára afmæli BÍL 2020. Undirbúningsnefnd (Guðfinna, Ólöf og Vilborg) mun hittast fljótlega. Ákveðið að Vilborg haldi sæti í nefndinni fram að næsta aðalfundi.

4. Önnur mál

– Næsti stjórnarfundur ákveðinn laugardaginn 30. mars 2019 klukkan 11:30.

– Aðalfundur verður haldinn á Húsavík 3.-5. maí 2019.

– Vilborg þakkar stjórn innilega fyrir gott samstarf á liðnum árum og óskar nýjum framkvæmdarstjóra velfarnaðar í starfi.

Fundi slitið klukkan 13:27.

Fundargerð ritaði Þráinn Sigvaldason