Stjórnarfundur: 14/09/2018 kl. 17:00  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Gísli Björn Heimisson, Embla Guðmundsdóttir, Sigríður Hafsteinsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir


Fundargerð:

 

Anna María og Þráinn eru á Skype.

Dagskrá:

1. Ráðning framkvæmdastjóra
– Stjórnarmenn eru virkilega ánægðir með þær umsóknir sem bárust en þær voru þrjár talsins. Farið var yfir umsóknirnar og ákveðið að boða einn af umsækjendum í viðtal og ef samningar nást verður haft samband símleiðis við aðra umsækjendur.

2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
– Farið yfir fundargerð frá 19. júní 2018 og hún samþykkt.

3. Starfsáætlun 2018-19
– Farið var yfir starfsáætlunina. Rekstur þjónustumiðstöðvar gengur ágætlega. Vörusala hefur þó dregist saman. Stefnt er á að fara í átak til þess að auglýsa vörurnar betur.
– Skólinn gekk mjög vel.
– Upp kom sú spurning hvort vefurinn ætti ekki að vera undir https: sem er öruggara.
– Stefnt er á að fá viðtal við Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið sem fyrst á næsta ári og kynna þá nýja framkvæmdastjórann fyrir ráðherra.
– Styrkur til starfsemi áhugaleikfélaga verður óbreyttur frá síðasta ári eða 18.5 milljónir árið 2019.

4. Svar frá skólanefnd v/bréfs Halaleikhópsins
– Stjórn fór yfir svör skólanefndar og þakkar fyrir góð og vel unnin svör. Stjórn felur framkvæmdarstjóra að senda svörin til Halaleikhópsins.

5. Þátttaka okkar í erlendu samstarfi sl. sumar
– Formaður fór yfir skýrslu vegna ferðar á NEATA hátíðina í Litháen 31. júlí til 6. ágúst 2018. Hátíðin tókst mjög vel og stóðu allir íslensku þátttakendurnir sig virkilega vel. Ungmennin okkur voru ánægð með ferðina og voru BÍL til mikilla fyrirmyndar.
– Farið var yfir skýrslu vegna EDERED barnaleiklistarhátíðina í Frakklandi en við sendum 4 ungmenni þangað í sumar með fararstjóra.

6. Önnur mál
– Næsti fundur áætlaður í byrjun janúar 2019.
Fundi slitið klukkan 18:45.

Fundargerð ritaði: Þráinn Sigvaldason.