Stjórnarfundur: 30.01.2023 kl. 17:15 Staður: Zoom
Fundarmenn:
Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Brynja Ýr Júlíusdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.
Fundargerð:
- Leiklistarskólinn:
Búið að ráða kennara á námskeiðin 3.
Leiklist II: Árni Pétur Guðjónsson
Leikstjórn III: Jenný Arnórsdóttir
Sérnámskeið fyrir leikara: Björn Ingi Hilmarsson
Skólinn verður áfram að Reykjum. Aðsókn að hótelgistingu að Laugum var langt umfram væntingar svo það hefði haft neikvæð áhrif á starfið. Erum búin að ganga að tilboði UMFÍ sem er svipað og að sem við fengum frá Karli í fyrra. Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar. Hugmynd kom fram um að skólastýrur fari í vettvangsferð. - Aðalfundur Neskaupsstað 6.-7. maí.
Þórfríður kynnir tilboð í gistingu og aðstöðu. Vantar nánari upplýsingar um verð og aðbúnað í gistingu og svo fæði. Þórfríður safnar saman og verður í sambandi við Hörð. Hörður kannar möguleika á leiguflugi. Einnig rætt um stuttverkahátíð og/eða spunadagskrá sem jafnvel væri selt inn á. - Samningsmál við ráðuneyti. Beðið eftir 1 árs skammtímasamningi til undirritunar. Fáum 6.5 millj. á árinu. Fyrsta boð var 6. millj. en tókst að fá þau til að tosa það upp um hálfa milljón.
- Ný félög óska inngöngu:
Leikfélagið Lauga. Lög félagsins komin og árgjald greitt.
Leikfélag Laxdæla. Lög félagsins komin.
Leikfélag Reyðarfjarðar. Lög félagsins komin.
Stjórn samþykkir umsókn þessara félaga. - Ráðstefna í Helsinki um barnaleikrit 22.-24. apríl. Tveir styrkir til Íslendinga til að sækja ráðstefnuna.
- NEATA Network Meeting í Reykjavík 10.-12. október. Fundað verður í Þjóðleikhúsinu. Ólöfu varaformanni þakkað sérstaklega fyrir að bjarga gistimálunum.
- NEATA World Theatre Day Message. Þarf að útvega upptöku frá Íslandi. Svar við spurningunni „Hversvegna er leikhúsið mikilvægt fyrir þig?“ Anna María er mögulega með kandidat og verður í sambandi vvið Hörð.
- Rætt um höfundarrétt, þýðingar og leiktexta. Hvað má leikstjóri leyfa sér með texta. Hugmynd um að ræða þetta á málþingi í tengslum við aðalfund.
Fleira ekki gert. Fundargerð ritaði Hörður