Stjórnarfundur: 30.01.2023 kl. 17:15  Staður: Zoom

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Brynja Ýr Júlíusdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

  1. Leiklistarskólinn:
    Búið að ráða kennara á námskeiðin 3.
    Leiklist II: Árni Pétur Guðjónsson
    Leikstjórn III: Jenný Arnórsdóttir
    Sérnámskeið fyrir leikara: Björn Ingi Hilmarsson
    Skólinn verður áfram að Reykjum. Aðsókn að hótelgistingu að Laugum var langt umfram væntingar svo það hefði haft neikvæð áhrif á starfið. Erum búin að ganga að tilboði UMFÍ sem er svipað og að sem við fengum frá Karli í fyrra. Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar. Hugmynd kom fram um að skólastýrur fari í vettvangsferð.
  2. Aðalfundur Neskaupsstað 6.-7. maí.
    Þórfríður kynnir tilboð í gistingu og aðstöðu. Vantar nánari upplýsingar um verð og aðbúnað í gistingu og svo fæði. Þórfríður safnar saman og verður í sambandi við Hörð. Hörður kannar möguleika á leiguflugi. Einnig rætt um stuttverkahátíð og/eða spunadagskrá sem jafnvel væri selt inn á.
  3. Samningsmál við ráðuneyti. Beðið eftir 1 árs skammtímasamningi til undirritunar. Fáum 6.5 millj. á árinu. Fyrsta boð var 6. millj. en tókst að fá þau til að tosa það upp um hálfa milljón.
  4. Ný félög óska inngöngu:
    Leikfélagið Lauga. Lög félagsins komin og árgjald greitt.
    Leikfélag Laxdæla. Lög félagsins komin.
    Leikfélag Reyðarfjarðar. Lög félagsins komin.
    Stjórn samþykkir umsókn þessara félaga.
  5. Ráðstefna í Helsinki um barnaleikrit 22.-24. apríl. Tveir styrkir til Íslendinga til að sækja ráðstefnuna.
  6. NEATA Network Meeting í Reykjavík 10.-12. október.  Fundað verður í Þjóðleikhúsinu. Ólöfu varaformanni þakkað sérstaklega fyrir að bjarga gistimálunum.
  7. NEATA World Theatre Day Message. Þarf að útvega upptöku frá Íslandi. Svar við spurningunni „Hversvegna er leikhúsið mikilvægt fyrir þig?“ Anna María er mögulega með kandidat og verður í sambandi vvið Hörð.
  8. Rætt um höfundarrétt, þýðingar og leiktexta. Hvað má leikstjóri leyfa sér með texta. Hugmynd um að ræða þetta á málþingi í tengslum við aðalfund.

Fleira ekki gert. Fundargerð ritaði Hörður