Stjórnarfundur: 17.09.2022 kl. 11:40  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

  1. Rætt um staðsetningu næsta aðalfundar. Boð frá Freyvangi og Leikfélagi Norðfjarðar. Heyrum í báðum og tökum ákvörðun í kjölfarið.
  2. Farið yfir fjármál. Erum enn að bíða eftir að heyra í ráðuneytinu vegna nýs samnings. Staðan er erfið. Höfum ekki fengið framlag síðan í byrjun júlí. Eigum eftir að greiða félögunum 3 milljónir sem teknar voru til hliðar af styrk síðasta árs. Hörður óskar eftir fundi við ráðherra.
  3. Alþjóðasamstarf. Frkv.stj. sagði frá því sem er í gangi hjá NEATA og AITA/IATA.
  4. Leiklistarskólinn. Bíðum eftir að fá boð frá Karli um að líta í heimsókn.
  5. Almannaheillaskrá. Örn stakk að frkv.tj hugmynd. um að fá einn stóran styrktaraðila Bandalagsins. Styrkurinn rynni í sjóð sem félögin gætu sótt um í vegna verkefna. Ræðum áfram og mögulega skipum nefnd sem vinnur þetta skipulega áfram.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerð ritaði Hörður