Stjórnarfundur: 19.06.2018 kl. 13:00  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Þráinn Sigvaldason, Gísli Björn Heimisson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Sigríður Hafsteinsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir


Fundargerð:

Fundur stjórnar Bandalags íslenskra leikfélaga

Dagskrá:

1. Úthlutun styrkja ríkisins fyrir leikárið 2017-18

Freyvangsleikhúsið – Frumkvæðisstyrk vegna Þrek og tár hafnað.

Freyvangsleikhúsið – Frumkvæðisstyrk vegna Brot af því besta hafnað.

Hugleikur – Frumkvæðisstyrk vegna Hráskinnu samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar.

Leikdeild Umf. Skallagríms – Styrkur veittur með fyrirvara um að upptaka berist skrifstofu Bandalagsins eigi síðar en mánudaginn 25. júní 2018.

Leikfélag Keflavíkur – Frumkvæðisstyrkur vegna Mystery boy samþykktur vegna frumsaminnar tónlistar og vali Þjóðleikhússins á sýningunni sem Athyglisverðustu áhugasýningu ársins.

Leikfélag Keflavíkur – Frumkvæðisstyrkur vegna Dýrin í Hálsaskógi hafnað.

Leikfélag Norðfjarðar – Frumkvæðisstyrkur vegna Skápurinn hafnað.

Leikfélag Selfoss – Frumkvæðisstyrkur vegna Vertu svona kona samþykkt vegna nýrrar tónlistar og nýstárlegra efnistaka.

Leikfélag Sólheima – Frumkvæðisstyrkur vegna Úlfur ævintýranna samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar.

Leikfélagið Óríon – Frumkvæðisstyrkur vegna Leigumorðið hafnað.

Niðurstaða úthlutunar er að styrkur verður 5.483 kr. per mínútu eða 438.673 kr. fyrir leikrit 80. min eða lengra. Frumflutningsálag (30%) er 131.602 og álag fyrir sérstakt frumkvæði (20%) er 87.735 kr. Veitt var til 47 leikrita og leikþátta, 17 námskeiða og 30 nemenda í Leiklistarskóla BÍL.

2. Fundargerðir aðal- og stjórnarfunda í maí sl.

– Farið var yfir punkta sem komu fram á aðalfundinum í Reykholti:

– Guðfinna ætlar að skrifa uppkast að bréfi sent verður til sveitastjórna í haust.

– Rætt var að vinna að því að uppfæra menningarstefnuna á næsta aðalfundi. Undirbúum það vel fyrir fundinn.

– Rætt var að það þurfi að uppfæra tölvukost Bandalagsins. Fara í það sem fyrst. Vilborg ætlar að ræða við Lénsherra.

– Rætt var um undirsíðu á leiklist.is sem tilheyrði Leiklistarskóla Bandalagsins þar sem auðvelt væri að nálgast upplýsinga- og kynningarefni fyrir skólann. Vera dugleg að setja inn myndir og upplýsingar þar inn.

– Leiklistarhátíð 2020 – Einþáttungahátíðin “Lifið og njótið” (vinnuheiti). Nýr framkvæmdarstjóri vinni með nefndinni og fari af stað eftir áramót.

– Ráðning framkvæmdarstjóra: Leitað verði að nýjum framkvæmdarstjóra innan raða BÍL.

– Stjórn er ánægð með fyrirkomulag síðasta aðalfundar. Þetta form var að virka mjög vel.

– Farið var yfir síðustu fundargerðir stjórnar frá 4. og 6. maí 2018.

3. Starfsáætlun leikársins 2018-19

– Rekstur þjónustumiðstöðvar er á áætlun.

– Leiklistarskólinn gekk mjög vel. Mikil ánægja var m.a. annars með námskeiðið Á bak við tjöldin. Skemmtilegt hvernig hóparnir komu síðan saman.

– Leiklistarvefurinn er í stöðugri þróun.

– Þurfum að fá fund með ráðuneytinu með haustinu til að ræða nýjan samning.

– Stofnuð verði nefnd um tilhögun leiklistarhátíðar 2020 sem skilar inn tillögum á næsta aðalfund. Nefndin verður stofnuð um áramót og vinnur hún með nýjum framkvæmdastjóra.

4. Bréf frá Halaleikhópnum vegna aðgengismála

– Aðilar úr stjórn og skólanefnd gengu um Reykjaskóla og skoðuðu vel alla aðstöðu með hliðsjón af þeim spurningum sem fram koma í bréfinu. Skólanefnd mun svara bréfinu efnislega og leggja það fyrir stjórn BÍL.

5. Ráðning nýs framkvæmdastjóra

– Farið var yfir undirbúning vegna ráðningar á nýjum framkvæmdarstjóra. Formaður lagði fram drög að starfslýsingu og hæfniskröfum. Það þarf að fara að huga að því að auglýsa stöðuna. Farið var yfir hvernig best væri að auglýsa stöðuna. Stjórn hendir á milli sín hugmyndum og sendir á framkvæmdarstjóra.

6. Önnur mál

– Gísli talaði um að leikhúsfólk gæti fengið lykilorð hjá Lénsherra til að fara inn á búningavefinn á leiklist.is.

Næsti fundur verður haldinn i lok september.

Fundi slitið klukkan 15:50.

Fundargerð ritaði Þráinn Sigvaldason.