Skólanefndarfundur: 26.09.2023
Staður: Kleppsmýrarvegur 8
Fundarmenn:
Hrefna Friðriksdóttir, Hörður Sigurðarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, F.Elli Hafliðason, Guðfinna Gunnarsdóttir
Fundargerð:
- Hörður kynnti NEATA Workshop Day sem verður haldinn 21. október. Þar verða 7 online námskeið/erindi.
- Leiklistarskóli BÍL 2024:
- Búið er að festa skólann dagana 15.-23. júní 2024.
- Formaður fór yfir skólann í sumar. Fór m.a. yfir niðurstöður hópavinnu á aðalfundi 2023.
Ýmislegt sem ekki stóðst hjá UMFÍ. Þarf að tvítékka alla hluti í samskiptum við Sigurð sem er mjög almennilegur en á það til að gleyma því sem lofað er. - Busavígslan varð full æsileg og þarf að tryggja að hún fari ekki úr böndum á næsta ári.
- Nefndinni finnst æskilegt að heildarfjöldi nemenda verði að hámarki 50 og eru Höfundar í heimsókn þar með taldir.
- Farið yfir niðurstöður könnunar.
- Námskeiðsframboð 2024-Hugmyndir:
- Leiklist I. Nokkur nöfn nefnd, t.d. Ágústa Skúla, Árni Pétur, Óli Ásgeirs. Bjarni Snæbjörns, Gríma Kristjáns.
- Sérnámskeið. Fimm sortir með Rúnari. Óli Ásgeirs með Michael Chekov. Einnig minnst á Improv/Haraldinn.
- Leikstjórn IV. Rúnar nefndur. Ræða við Jennýju.
- Leikritun I. Karl Ágúst nefndur til sögunnar. Einnig Salka Guðmunds. Sunna Dís. Matthías Tryggvi Haraldsson. Tyrfingur.
- Hörður heyrir í Ágústu og Kalla og einnig Rúnari. Einnig í Jennýju.
Fleira ekki gert. Fundargerð ritaði Hörður