Skólanefndarfundur: 05.06.2023
Staður: Kleppsmýrarvegi 8
Fundarmenn:
Dýrleif Jónsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Gísli Björn Heimisson, Hörður Sigurðarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, F.Elli Hafliðason
Fundargerð:
Fundur með kennurum. Árni Pétur og Björn Ingi á staðnum og Jenný á Zoom.
- Skólastýri fóru yfir húsnæðiskostinn á Reykjum með áherslu á kennslurýmin.
- Framkvæmdastjóri tekur saman aðföng og kennslugögn sem kennarar óska eftir.
- Farið yfir tímaskipulag og viðburði s.s. morgunleikfimi. Lokadag. heimsókn í bekki. Bandaleika, Busun o.fl.
- Reglur varðandi svefntíma, áfengi o.s.frv.
- Kennara þiggja að vera saman í kennaraíbúðinni á Grund.
- HS sendir Jónheiði stundaskrá skólans til að uppfæra.
- HS sendir kennurum kontaktupplýsingar skólastýra.
- Upplýsa nemendur um eftirfarandi:
- Engin áfengissala veður á lokakvöldi.
- Biðja nemendur sem koma seint að láta vita
- Benda nemendum á að taka með fjöltengi
- Láta vita að herbergjum verður úthlutað á nemendur og rúmföt verða á staðnum en þeir þurfa sjálfir að búa um.
Fundargerð ritaði Hörður