Á hverju ári heldur Freyvangsleikhúsið grín- og söngskemmtun að síðhausti. Sýningin „Í beinni“ verður sýnd 2. og 3. nóvember næstkomandi í Freyvangi. Leikmynd leikhússins er nú sviðsmynd nýs sjónvarpsþáttar en allt gengur á afturfótunum svo ekki er annað hægt en að bresta í söng af og til.

Það er vandræðalaust miðað við alla bændurna, stórsöngkonurnar ogofurhetjurnar sem koma í viðtal í þáttinn, beðnar eða óbeðnar. Allt ferþó að lokum vonandi vel eða illa, hvort heldur sem spaugilegra reynist.

Þessi sýning er sniðin að öllum aldurshópum og það eru sýningarnar líka, sem hér segir:

Á föstudagskvöldinu 2. nóvember verður kaffi og meðlæti á meðan ásýningu stendur innifalið í miðaverði. Sýning hefst klukkan 20.30 og ermiðaverð 1500 krónur.

Að lokinni sýningu laugardagskvöldið 3. nóvember mun hljómsveitinMiðaldamenn halda uppi rífandi stemmingu en ballið verður innifalið ímiðaverði. Sýning hefst klukkan 21.30 og er miðaverð 2500 krónur. 16ára aldurstakmark gildir þetta kvöld, einnig á sýninguna.

Miðar verða eingöngu seldir við innganginn að kvöldi sýningar en miðasalan opnar klukkutíma fyrir sýningu.

{mos_fb_discuss:2}