VIð minnum á að frestur til að skila styrkumsóknum fyrir liðið leikár rennur út miðvikudaginn 10. júní. Félög þurfa að skrá sig inn á vefinn til að fylla út umsókn. Ef spurningar eru varðandi innskráningu eða umsóknina sjálfa hafið samband við Þjónustumiðstöð í 551-6974 eða info@leiklist.is.

Minnum einnig á að til að koma upptökum á Vimeo þarf að biðja um aðgang á ofangreint netfang og gefa upp það netfang sem óskað er eftir að nota til að hlaða upp upptökum af sýningum. Einnig má minna á að senda leikskrár, veggspjöld og myndir úr sýningum með umsókn.