Sviðslistamennirnir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson frumsýna leikverkið Könnunarleiðangur til KOI á föstudaginn, 29. apríl kl. 20:30, í Tjarnarbíói. Um er að ræða sjálfstætt framhald af verkinu MP5 sem vakti mikla athygli í Tjarnarbíói á síðasta leikári.

Verkið segir frá spandex-geimförunum Ísaki og Vilhjálmi sem eru sendir í könnunarleiðangur til KOI. Jörðin er að deyja og þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið.

Hilmir og Tryggvi, úr sjálfstæða leikhópnum Sóma þjóðar, eru í senn höfundar, stjórnendur og flytjendur sýningarinnar. Með sköpun sinni reyna þeir á þolmörk leikhússins með því að fjalla hratt um um pólitískt málefni líðandi stundar. Þeir skrifa handrit, æfa, smíða leikmynd og frumsýna á innan við einum mánuði. Í MP5 tóku þeir fyrir byssumálið svolkallaða, er vopnvæða átti almenna lögreglu á Íslandi, en núna taka þeir fyrir flóttamannavandann og viðbrögð okkar við honum.

Verkið verður sýnt í stuttan tíma svo áhugasamir eru hvattir til þess að tryggja sér miða í tíma. Sýningar verða: 29. apríl kl. 20:30 (frumsýning), 5. maí kl. 20:30 og 10. maí kl. 20:30

Miðaverð er 3.900 kr.
Miðasala á Midi.is og miðapantanir á midasala@tjarnarbio.is
Sýningin á Facebook: https://www.facebook.com/events/1535219793441572/