Leiklistarhópur unglingadeildar Dalvíkurskóla frumsýnir nýtt leikverk, Frá upphafi til enda…, þann 19.febrúar næstkomandi í Ungó. Dalvíkurskóli og Leikfélag Dalvíkur eru nú enn og aftur í samstarfi í tengslum við leiklistarvinnu með unglingum í Dalvíkurbyggð. Er þetta í fimmta sinn sem samstarf af þessu tagi er tekið upp. LD leggur fram æfingarhúsnæði til afnota í 6 vikur fyrir þessa vinnu, endurgjaldslaust og félgasmenn aðstoða auk þess varðandi búninga, leikmuni og fleira.

Leiklist er kennd sem valgrein í 8., 9. og 10. bekk í Dalvíkurskóla og hvorki fleiri né færri 28 nemendur sækja þessa faggrein í vetur!
Leiðbeinandi leikhópsins og leikstjóri uppfærslunnar er Arnar Símonarson, kennari og samfélagsþjálfi.

Pétur Skarphéðinsson og Kristján Guðmundsson sjá um ljósavinnu. Jón Ingi Ólason og Aron Óskarsson sjá um hljóðvinnu og Guðný Ólafsdóttir hannar leikskrá. Umsjón með miðasölu er í höndum Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur.
Fyrirhugaðar eru 8 sýningar á verkinu.

Sýningar verða sem hér segir:
Föstudaginn 19. febrúar Kl. 18.00 Frumsýning
Laugardagur 20. Febrúar    Kl. 16.00 og 18.00
Mánudagur 22. febrúar Kl. 20.30
Þriðjudagur 23. febrúar Kl. 20.30
Miðvikudagur 24. febrúar Kl. 18.00 og 20.30
Fimmtudagur 25. febrúar Kl. 18.00

Miðaverð:
Börn yngri en 6 ára : 300.-
Börn á grunnskólaaldri 600.-
Fullorðnir 1.000.-

Miðapantanir í síma 865 3158 (Lovísa María)

{mos_fb_discuss:2}