Í desember frumsýndi Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir Oskar Braaten. Sýningum verður nú haldið áfram vegna fjölda áskorana. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson.

Verkið var sett upp í tilefni af 70 ára afmæli félagsins, en var áður á fjölunum hjá félaginu árin 1945 við fádæma vinsældir.
Nokkrum árum seinna var það sett upp aftur og þá var ákveðið að sýna það í Bæjarbíó sem tók mun fleirri áhorfendur en Gúttó. Enn létu vinsældirnar ekki á sér standa og ásóknin var svo mikil í miða að folk gerði sér far úr Reykjavík til að standa í biðröð í tvo, þrjá tíma. Einn sýningargestur sem fór á verkið fimm sinnum hafði á orði að leikritið væri svo fyndið að hláturtaugarnar í honum væru lamaðar eftir sýningu.

bakkabraedur.pngRáðsskona Bakkabræðra fjallar á gamansaman hátt um samskipti þeirra Gísla, Eiríks og Helga við ráðskonuna Gróu sem vill gera endaskipti á subbuskap og slæmum siðum bræðranna. Einnig koma við sögu hin tilfinninganæmi Axel og náttúrubarnið Hildur sem óhjákvæmilega dragast saman. Og eins og í öllum góðum gamanleikjum eru illmennin ekki langt undan og þau gera sínar skráveifur á gamansaman hátt. Ráðskona Bakkabræðra er verk í anda hinna bráðsmellnu dönsku gamanleikja sem skemmtu landsmönnum svo vel á fyrri hluta 20. aldar og má segja að þótt að verkið hafi ekki verið sýnt í hálfa öld hafi sterkasta minni verksins vakað áfram í Soffíu og ræningjunum í Kardemommubænum sem flestir þekkja.

Sýningar verða:

Sunnudag 21. janúar
Föstudag 26. janúar
Sunnudag 28. janúar
Laugardag 3. febrúar
Sunnudag 4. febrúar

Sýningar hefjast kl. 20.00
Hægt er að panta miða í síma 551-1850 eða 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is.
Sýnt er í gamla Lækjarskóla sem stendur við Tjarnarbraut í Hafnarfirði