Jon Fossehátíð verður haldin í Þjóðleikhúsinu dagana 28. og 29.október n.k.í samvinnu við Norska sendiráðið í Reykjavík.  Jon Fosse sjálfur verður aðalgestur hátíðarinnar ásamt sænska leiklistargagnrýnandanum Leif Zern sem hefur skrifað bók um skáldið. Leif Zern hefur starfað sem menningarritstjóri á dagblaðinu Expressen en er þekktastur sem einn helsti virtasti leiklistargagnrýnandi Svía, en hann skrifaði áralangt um leiklist og leikhús í Dagens Nyheter. Þriðji gestur hátíðarinnar er Berit Gullberg útgefandi frá Stokkhólmi en hún hefur átt veg og vanda að því að kynna verk Jon Fosse um allan heim. Á þessu ári sýndi Þjóðleikhúsið Sumardag eftir Jon Fosse á Smíðaverkstæðinu en það var í fyrsta sinn sem verk eftir þetta vinsæla leikskáld er sýnt í íslensku atvinnuleikhúsi.
Jon Fosse er eitt vinsælasta leikskáld í Evrópu um þessar mundir og hann kemur hingað til lands beint frá Munchen þar sem hann var viðstaddur frumsýningu á nýjasta leikriti sínu.
 
Dagskrá Fossehátíðarinnar er sem hér segir:

fosse.pngLeiklestur á tveimur leikritum eftir Jon Fosse
Laugardaginn 28.október kl. 15.00 – 17.00 á Smíðaverkstæðinu:
Leiklestur á leikritinu Nafninu og Syninum í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar.
Leikendur eru: Álfrún Örnólfsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þórunn Clausen, Kristbjörg Kjeld, Arnar Jónsson, Sigurður Skúlason, Þröstur Leó Gunnarsson og Jörundur Ragnarsson
Leikstjóri er: Helga Jónsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Sýning á Sumardegi eftir Jon Fosse
Laugardaginn 28. október kl. 20.00 verður leikritið Sumardagur eftir Jon Fosse sýnt á Smíðaverkstæðinu. Þetta er síðasta sýning á verkinu og verður höfundurinn viðstaddur.
Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson en með helstu hlutverk fara Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Katla Þorgeirsdóttir og Kjartan Guðjónsson.
 
Málþing um höfundarverk Jons Fosse
Sunnudaginn 29.október kl. 15.00 – 17.00 á Smíðaverkstæðinu
Aðalfyrirlesari: Leif Zern
Þátttakendur í pallborði: Berit Gullberg útgefandi, Atli Ingólfsson tónskáld og Hallmar Sigurðsson leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins.
Að loknum pallborðsumræðum mun Hlín Agnarsdóttir listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins ræða við Jon Fosse. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Leikhópurinn Jelena sýnir Purpura í Loftkastalanum
Í tengslum við Jon Fossehátíðina í Þjóðleikhúsinu mun Leikhópuinn Jelena sýna unglingaverkið Purpura  sem Jon Fosse skrifaði sérstaklega fyrir fræðsludeild Breska Þjóðleikhússins í Verinu í Loftkastalanum dagana 26. 27.28. og 29. október kl. 21.00.
Leikarar í sýningunni eru: Bragi Árnason,Erna Svanhvít Sveinsdóttir, Baltasar Breki Baltasarsson, Sigurður Kjartan Kristinsson og Gunnar Atli Thoroddsen.
Álfrún Örnólfsdóttir þýddi verkið og leikstjóri er Friðrik Friðriksson