Ungmennafélagið Máni í Nesjum á hundrað ára afmæli í ár. Í tilefni af því setur leikhópur félagsins upp stórsýningu í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar.

Félögin frumsýna söngleikinn Fiðlarann á þakinu föstudaginn 2. febrúar. Leikstjóri sýningarinnar er Ingunn Jensdóttir. Ingunn er Hornfirðingum að góðu kunn því er hún bjó þar á árum áður setti hún upp sýningar bæði hjá Leikfélagi Hornafjarðar og Leikhóp Mána.
Milli 50 og 60 manns koma að sýningunni. Tónlistarstjórn er í höndum Jóhanns Morávek en hann stjórnar og spilar með 5 manna hljómsveit sýningarinnar. Söng- og kórstjórn er í höndum Kristínar Jóhannsdóttur. Lýsingu hannaði Benedikt Þór Axelsson.

Sýningar verða:

Frumsýning 2. febrúar kl. 20:00
2. sýning 4. febrúar kl. 20:00
3. sýning 11. febrúar kl. 20:00
4. sýning 15. febrúar kl. 20:00
5. sýning 16. febrúar kl. 20:00
6. sýning 17. febrúar kl. 16:00
7. sýning 18. febrúar kl. 20:00

Sýningarnar eru í Mánagarði
Miðapantanir eru í símum 4781797 og 4781550