Leikfélag Kópavogs frumsýnir leikdagskrána Fernu fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20.00. Dagskráin samanstendur af 4 leikþáttum, tveimur íslenskum og tveimur erlendum. Íslensku þættirnir eru XXX eftir Jónínu Leósdóttur og Verann eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Erlendu þættirnir nefnast Fjölskylda 2.0 og Vegsummerki minninga. Átta leikarar taka þátt og þar af eru fimm að þreyta frumraun sína með leikfélaginu. Leikstjóri er Hörður Sigurðarson.

Miðapantanir í midasala@kopleik.is eða í síma 554-1985. Miðaverð er 1.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins www.kopleik.is.