Færeyski leikhópurinn Huðrar sýnir margrómaða uppsetningu sína á Óþelló Shakespeares hér á landi núna í vikunni. Miðvikudaginn 12. ágúst verða tvær sýningar í Iðnó í Reykjavík, kl. 19 og 21 og föstudaginn 14. ágúst verður sýnt í Samkomuhúsinu á Húsavík kl. Héðan heldur hópurinn svo til Mónakó þar sem þau sýna Óþelló á leiklistarhátíð Alþjóðlega áhugaleikhúsráðsins IATA. Leikstjóri sýningarinnar er Hans Tórgarð.

Huðrar sýndi Óþelló m.a. á leiklistarhátíð Noður-Evrópska leikhúsráðsins (NEATA) í Riga í Lettlandi fyrra og verður nú ásamt finnskri sýningu fulltrúi Norðurlandanna á Mondial du Theatre leiklistarhátíðinni í Mónakó sem er ein virtasta áhugaleikhúshátíð heims og er þetta í fyrsta skipti sem Færeyingar eiga sýningu á hátíðinni. Ástæða er til að hvetja allt leikhúsáhugafólk til að fjölmenna á þessa sýningu.

{mos_fb_discuss:2}