Ritsmiðja verður sett á laggirnar 21. nóvember næstkomandi. Farið verður í gegnum bókina Anatomy of Story eftir John Truby. Aðferðir Trubys við að skrifa sögur verða skoðaðar og ræddar. Ritsmiðjan verður haldin á þriðjudagskvöldum fram í febrúar á næsta ári. Á þeim tíma mun hver þátttakandi skrifa eigið verk; smásögu, skáldsögu, leikrit eða kvikmyndahandrit.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helgi Sverrisson kvikmyndaleikstjóri. Hann segir ritsmiðjuna kjörinn vettvang fyrir þá sem vilja vinna að eigin verki en jafnframt vinna með öðrum.

Þátttökukostnaður er enginn; það eina sem þarf er að vera með hugmynd að eigin hugverki og vera tilbúinn að lesa yfir og ræða verk annarra. Fjöldi í smiðjuna verður takmarkaður en áhugasamir eru hvattir til að senda tölvupóst ásamt ferilskrá á netfangið oneway.films@gmail.com fyrir 20. nóvember næstkomandi.