Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalagins í Borgarleikhúsinu. Hér er smá uppfærsla á upplýsingum um hátíðina… msgrimabla.jpgNú er verið að leggja lokahönd á undirbúning Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalagins í Borgarleikhúsinu. Hér er smá uppfærsla á upplýsingum um hátíðina…

Fengnir hafa verið tveir virtir álitsgjafar til að segja skoðun sína á sýningum hátíðarinnar. Það eru þeir Þorvaldur Þorsteinsson leikskáld og myndlistamaður og Þorsteinn Backmann leikari og fyrrverandi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Þeir munu mæta á aðalfund Bandalagsins laugardaginn 6. maí og fjalla um sýningarnar á milli kl. 13:00 og 14:00.

Sú nýbreytni verður að þrjár sýningar verða tilnefndar sem besta sýning hátíðarinnar og ein af þeim síðan valin sú besta.

Að sýningum loknum á föstudagskvöldið verður samverustund í forsal Borgarleikhússins þar sem verður opinn bar og hátíðargestum boðið upp á að kaupa sér gúllassúpu og brauð fyrir 1.500 kr.

Sýning Leikfélags Mosfellssveitar á verkinu Maður er nefndur fellur af óviðráðanlegum orsökum niður.