Hið heimsfræga Wuppertal dansleikhús undir stjórn Pinu Bausch, er væntanlegt til Íslands. Pina Bausch er án efa einn áhrifamesti sviðslistamaður seinni tíma og er það mikill fengur fyrir íslenska áhorfendur að fá að njóta snilli hennar. Sýningin Aqua er stórbrotin sýning sem unnin var í samráði við borgina Sao Paolo í Brasilíu.  pinabusch.pngPina hefur ferðast um allan heim með sýningar sínar og unnið mörg verka sinna í samráði við borgir sem hún hefur heillast af. Hver veit nema Pina verði uppveðruð af Reykjavík en eitt er víst að Reykjavík kemur til með að verða uppveðruð af Pinu. Pina kemur með fríðu föruneyti, en um 50 manns koma að sýningunni Aqua sem þykir afar sjónræn og stórbrotin. Aðeins fjórar sýningar verða á Aqua, 17.,18.,19. og 20 september kl. 20.00.

Miðasala: 568 80 00
www.borgarleikhus.is