Næsta vinnusmiðja FLÍSS og Fræðsludeildarinnar verður miðvikudagskvöldið 25. október kl. 20.00 – 22.00.
 
Sigríður Valsdóttir leiklistarmeðferðarfræðingur mun fjalla um leiklistarmeðferð (dramatherapy) og notkun hennar í skólastarfi.
 
Sigríður er menntaður kennari frá KHÍ og kenndi í 2 ár áður en hún fór í framhaldsnám í leiklistarmeðferð (drama therapy) í New York háskóla. Hún útskrifaðist þaðan með mastersgráðu og hefur síðastliðin 3 ár kennt leiklist í Hagaskóla og sinnt nemendum með tilfinningaleg og/eða félagsleg vandamál, bæði í einstaklingsvinnu og hópavinnu auk þess sem hún hefur sett upp söngleiki með krökkunum á vorin. Hún starfar líka hjá Ný leið ráðgjöf við meðferðar og forvarnarverkefnið Lífslistin.
 

Leiklistarmeðferð felst í því að nýta aðferðir úr heimi leikhúslistarinnar í meðferð. T.d. spuna, hlutverkaleiki, grímur, förðun, ýmsa hluti, búninga, leikbrúður og sögur (storytelling) eða hvað það sem höfðar til skjólstæðingsins. Leiklistarmeðferð hentar vel þar sem fólk á ekki auðvelt með að tjá sig eða á erfitt með að átta sig á hvar vandinn liggur.
Innan leiklistarmeðferðarinnar hafa verið þróaðar margar ólíkar aðferðir og sú sem Sigríður nýtir mest gengur út á að varpa tilfinningum og upplifunum á eitthvað annað og skoða ástandið úr fjarlægð, eða þar sem það tilheyrir einhverjum öðrum. Í gegnum leiklistartækni er hægt að upplifa og tengja við þá hluta af persónuleika okkar sem við þekkjum ekki eða viljum ekki kannast við.
 
Leiklistarmeðferð hefur verið notuð mikið í grunnskólum í Bandaríkjunum t.d. eftir stór áföll eins og í New York eftir 11.september 2001 og í kjölfar fellibylsins Katrínar í New Orleans og þar um kring. Leiklistarmeðferðarfræðingar eru einnig kallaðir inn í skóla þar sem einhver vandamál hafa skotið upp kollinum t.d. mikið einelti eða minni áföll.
 
Sigríður hefur nýtt aðferðir leiklistarmeðferðarinnar inn í bekkjum í vinnu með einelti og tilfinningar í Hagaskóla.
 
Vinnusmiðjan verður haldin í Húsnæði Fræðsludeildar í Gamla Hæstaréttarhúsinu að Lindargötu 3.
 
FLÍSS og Fræðsludeildin hvetja alla sem áhuga hafa á velferð barna og ungs fólks að fjölmenna.
 
Verð fyrir kvöldið er 3.000 kr.
Allur veturinn kostan 12.000 kr.
 
Allir eru velkomnir.