Laugardagskvöldið 14. júlí mun Vinnslan vera sett upp í annað sinn á Norðurpólnum. Sú fyrsta var haldin 19. maí síðastliðinn við afar góðar undirtektir. Um 30 listamenn settu þá upp verk sín og yfir 250 áhorfendur mættu til þess að upplifa og njóta hinna ýmsu verka. Húsið verður svo opið fyrir áhorfendur frá klukkan 20 til 01. Á þeim tíma gerum við ráð fyrir að a.m.k. 20 listamenn/hópar sýni verk/hugmyndir sínar í 11 rýmum Norðurpólsins. Áhorfendur fá því að upplifa sviðslistarverk, innsetningar, myndlist, vídeóverk, tónleika og fleira.
Stofnendur Vinnslunnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson (Leikhúslistamaður), Vala Ómarsdóttir (Leikhúslistamaður), María Kjartansdóttir (Myndlistarmaður) og Birgir Hilmarsson (Tónlistarmaður). Vinnsluna setja þau upp i samvinnu við Alheiminn. Hópurinn kynntist í London þar sem þau lærðu og unnu í sinni listgrein. Saman hafa þau svo sett upp hin ýmis sviðslistaverk og innsetningar, bæði í London og í Reykjavík undir nafninu Maddid.
Aðeins 1.000 krónur miðinn!