Verðlaun í í Stuttverkasamkeppni Leiklistarvefsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjónustumiðstöð Bandalagsins í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Helga Hreinsdóttir fyrir verkið Undinn upp á þráð – bráð en hún skrifaði undir dulnefninu Nóra.

Jöfn í 2. og 3. sæti voru þau Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson með verkið Kaffi og með því og Hrefna Friðriksdóttir með Einu sinni sem oftar.

Eftir að upplýst hafði verið um vinningshafa og aðra þátttakendur voru verðlaunaverkin leiklesin.

helgahreinsdottir.jpg Verðlaun í í Stuttverkasamkeppni Leiklistarvefsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjónustumiðstöð Bandalagsins í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Helga Hreinsdóttir fyrir verkið Undinn upp á þráð – bráð en hún skrifaði undir dulnefninu Nóra.

Jöfn í 2. og 3. sæti voru þau Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson fyrir Kaffi og með því og Hrefna Friðriksdóttir fyrir Einu sinni sem oftar.

Eftir að upplýst hafði verið um vinningshafa og aðra þátttakendur voru verðlaunaverkin leiklesin.

 

Hér að neðan eru niðurstöður atkvæðagreiðslu ásamt nöfnum þeirra höfunda sem áttu verkin 15 sem forvalsnefnd valdi til áframhaldandi þátttöku

 

 

stuttverkefstu3.jpgUndinn uppá þráð – bráð 72 atkvæði. Höfundur: Helga Hreinsdóttir 1. sæti.

Birna Brjánsdóttir systurdóttir Helgu tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd.

Einu sinni sem oftar 45 atkvæði. Höfundur Hrefna Friðriksdóttir 2.-3. sæti

Kaffi og með þvi 45 atkvæði. Höfundur Guðmundur L. Þorvaldsson 2.-3. sæti

 

Aðrir þátttakendur í lokakeppninni voru:

Andarúð 37 atkvæði . Höfundur Hörður Skúli Daníelsson

Daginn eftir 33 atkvæði. Höfundur Guðmundur L. Þorvaldsson

Fyndnasti maður í heimi 30 atkvæði. Höfundur Elín J. Ólafsdóttir

Hamur 23 atkvæði. Höfundur: Hörður Skúli Daníelsson

Mamma 70 ára 23 atkvæði. Höfundur: Ösp Viggósdóttir

Bræður í trúnni 22 atkvæði. Höfundur: Sigurður H. Pálsson

stuttverkhfundar.jpgNorðurljós 17 atkvæði. Höfundur: Hjörvar Pétursson

Friends 16 atkvæði. Höfundur: Júlía Hannam

Hamingjuvandamál 15 atkvæði. Höfundur: Sverrir Friðriksson

Pökkunarsmiðja Jónasar 14 atkvæði. Höfundur: Gísli Björn Heimisson

Viðbúin tilbúin 14 atkvæði. Höfundur: Júlía Hannam

Tímabært 12 atkvæði. Höfundur: Hrefna Friðriksdóttir