Febrúar er mánuður unga fólksins hjá Borgarleikhúsinu. Af því tilefni efnir Borgarleikhúsið til örleikritunarsamkeppni fyrir ungt fólk. Skorað er á fólk undir 25.ára og námsmenn  að prófa að nota leikhúsið sem farartæki fyrir skoðanir, tilfinningar og/eða hugsanir sínar.
Vinningshafinn fær að launum árskort í leikhúsið fyrir tvo.

Skiladagur verkanna er 7.mars frá 13:00-17:00  og verður þá boðið eru upp á kaffi, djús og með því í forsal leikhússins, þar sem tekið verður á móti
hugmyndum og dómnefnd situr við lestur allan daginn.
 
Valið verður úr verkunum samdægurs og úrslitin kunngerð í lok dagskrárinnar, Leikhúsið og unga fólkið/Leikhús sem farartæki, sem haldin verður á litla sviði Borgarleikhússins. Dagskráin hefst klukkan 20:00 en þar kynna þrír skólar verk sem þau hafa unnið í samstarfi við Borgarleikhúsið. Skólarnir eru leiklistadeild Listaháskólans, Borgarholtsskóli og Háteigsskóli.
 
Verkin mega ekki vera lengri en 5000 slög eða umþb. 2 síður A4.
Verkunum skal skilað í fjórum eintökum merktum höfundinum, aldri, skóla (ef við á), heimilisfangi og síma.
Ef verkin eru send með pósti þarf að merkja umslagið

Leikhúsið og unga fólkið
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3
103 Reykjavík.