Nú er orðið ljóst hvaða sýningar sækja um að verða útnefndar í hinu árlega vali Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugaleiksýning ársins. Einungis níu sýningar sækja um í ár, sem er umtalsverð fækkun frá síðasta ári en þá voru umsóknirnar 19. Niðurstöður valnefndar verða tilkynntar á aðalfundi Bandalagsins að Sveinbjarnargerði í Eyjafirði, laugardaginn 1. maí.
Sýningar sem sækja um eru:
1. Halaleikhópurinn: Sjöundá – Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Leikgerð: Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir.
2. Hugleikur: Hannyrðir og hagleiksmenn eftir Sigurð H. Pálsson. Leikstjórn: Guðmundur Erlingsson.
3. Hugleikur: Rokk eftir Ástu Gísladóttur, Júlíu Hannam, Sigurð H. Pálsson og Þórarin Stefánsson. Leikstjórn: Þorgeir Tryggvason.
4. Leikdeild Skallagríms: Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson.
5. Leikdeild UMF Biskupstungna: Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Leikstjórn: Gunnar Björn Guðmundsson.
6. Leikdeild Umf Eflingar: Ólafía eftir Hörð Þór Benónýsson. Leikstjórn: Arnór Benónýsson.
7. Leikfélag Kópavogs: Umbúðalaust eftir Vigdísi Jakobsdóttur og leikhópinn. Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir.
8. Leikfélag Ölfuss: Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Leikstjórn: Gunnar Björn Guðmundsson.
9. Leikfélag Selfoss: Birtíngur eftir Voltaire. Leikgerð Hafnarfjarðarleikhússins. Leikstjórn: Ólafur Jens Sigurðsson.
Valnefnd skipa Friðrik Friðriksson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Tinna Gunnlaugsdóttir, formaður valnefndar.
{mos_fb_discuss:3}