Í byrjun mars hófust æfingar á Sæluvikustykkinu sem að þessu sinni er gamanleikurinn Sex í sveit eftir Marc Camoletti í enskri leikgerð Robins Howdon. Íslenskun og staðfæring er eftir Gísla Rúnar Jónsson.
Söguþráðurinn er í stórum dráttum sá að maður okkur býður viðhaldinu sínu með í sumarbústað, en þegar eiginkonan ákveður að koma með honum taka málin glænýja og óvænta stefnu í ýmsar áttir.
Það er Jón Stefán Kristjánsson sem leikstýrir verkinu og hlutverk sexmenninganna eru í höndum þeirra Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur, Guðbrands J. Guðbrandssonar, Helgu Kristínar Bjarnadóttur, Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Maríu D. Magnúsdóttur og Vignis Kjartanssonar.
Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki og frumsýning verður sunnudagskvöldið 29. apríl kl. 21:00.